fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. október 2025 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lægðardragið sem olli snjókomunni á suðvesturhluta landsins í gær er nú yfir Suðausturlandi, þar mun nokkuð snjóa fram eftir morgni en styttir líklega upp þegar líður á daginn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu íslands.

Það verður norðlæg átt á landinu í dag, 5 til 13 metrar á sekúndu, og éljagangur um landið norðanvert, en bjart að mestu á Suðvesturlandi. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig en að sögn veðurfræðings verður kaldara í kvöld og nótt allvíða.

„Í fyrramálið verður lægð sem nú er austur af Jan Mayen skammt fyrir norðan land. Þá mun blása nokkuð norðantil á landinu, vestan 10-18 m/s þar og snjókoma með köflum, en dregur úr vindi þegar líður á morgundaginn. Í öðrum landshlutum verður vindur fremur hægur og yfirleitt þurrt, en þó má búast við stöku éljum við ströndina. Áfram svalt í veðri.“

Það dregur til tíðinda á föstudag en annað kvöld nálgast lægð úr suðaustri. Að sögn veðurfræðings fylgir henni talsvert hlýrra loft en verið hefur og á föstudag er útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með vætusömu veðri, einkum á Suðuraustur- og Austurlandi.

„Þar sem snjóað hefur síðustu daga má búast við töluverðri hláku og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum.“

Á vef Veðurstofunnar er gert ráð fyrir rigningu á höfuðborgarsvæðinu á föstudag og 5 stiga hita um kvöldið. Á laugardag verður áfram milt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestan og suðvestan 10-15 m/s norðantil og snjókoma með köflum, en hægari vindur og yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Dregur úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi norðaustanátt seint um kvöldið.

Á föstudag:
Gengur í norðaustan 13-20, en 18-23 suðaustanlands fram eftir degi. Rigning eða slydda með köflum, en talsverð rigning austantil. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig seinnipartinn.

Á laugardag:
Austan og norðaustan 8-15, en hvassviðri norðvestantil. Rigning með köflum, en samfelld úrkoma á Austfjörðum. Hiti 3 til 9 stig.

Á sunnudag:
Norðaustan- og austanátt og víða dálítil rigning eða slydda. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Norðlæg átt og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á þriðjudag:
Breytileg átt og stöku skúrir eða él. Hiti breytist lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Veðurspáin versnað – Fólk hvatt til að fara fyrr heim

Veðurspáin versnað – Fólk hvatt til að fara fyrr heim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram
Fréttir
Í gær

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“
Fréttir
Í gær

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Í gær

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Í gær

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“