fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Leitað að ökumanni sem keyrði á konu við Þjóðleikhúsið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. október 2025 12:06

Þjóðleikhúsið. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók á konu sem var á rafmagnshlaupahjóli, á móts við Þjóðleikhúsið.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekið á konuna sem var á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn, um klukkan 8.40 – 8.50 að morgni. Um ljósgráa bifreið hafi verið að ræða, en í aðdraganda slyssins hafi henni verið beygt af Hverfisgötu og áleiðis að plani austan við Þjóðleikhúsið og við það hafi bifreiðinni verið ekið á konuna. Við það hafi hún fallið af rafmagnshlaupahjólinu, en farþegar úr aðvífandi strætisvagni hafi síðan hlúð að henni á vettvangi. Viðbragðsaðilum hafi ekki verið tilkynnt um slysið, en konan farið síðar á slysadeild og þá komið í ljós áverkar á henni.

Segir að lokum í tilkynningunni að við atvik eins og þetta sé mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar sé ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biðji umræddan ökumann, sem vitni segi vera konu, um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu séu hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið megi sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 9314@lrh.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“
Fréttir
Í gær

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar