fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. október 2025 20:30

Einar var ekki ánægður með spálíkönin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að veðurspárnar fyrir snjókomuna miklu í vikunni hafi verið ómögulegar. Vangeta reiknilíkananna sé verulegt umhugsunarefni.

Einar segir að veðurspárnar um hvar og hvenær myndi snjóa mest hafi ekki gengið eftir. Mikið hlaup hafi verið á snjókomubeltinu bæði í tíma og rúmi.

„Í raun voru þær alveg ómögulegar,“ segir Einar í færslu á samfélagsmiðlum.

Eins og fólk á höfuðborgarsvæðinu man þá var snjókoman mun fyrr á ferðinni en spáð hafði verið. Í veðurfréttum var greint frá því að það yrði sennilega „snjóföl“ á götunum í borginni á þriðjudagsmorgun en svo myndi byrja að snjóa hressilega seinnipartinn. Gefnar voru út appelsínugular viðvaranir.

En hið rétta var að það var allt á kafi í snjó þegar fólk vaknaði á þriðjudagsmorgun og þegar appelsínugulu viðvaranirnar áttu að taka gildi klukkan 17:00 þá hætti að snjóa.

Engin spá nærri úrkomumagninu

„Ein spáin sem aðgengileg var á hádegi daginn áður sýndi nánast enga úrkomu í Reykjavík og Suðurnesjum kl. 12. Önnur sem gefin var út undir kvöld á mánudag, sýndi mikla úrkomu suðvestanlands, en ekki fyrr en um kvöldið og aðfaranótt miðvikudagsins,“ segir Einar. „Í Reykjavík snjóaði frá kl. 10 á mánudag til kl. 9 á þriðjudag sem nam 25 mm (27 sm snjódýpt)) Enginn spá frá deginum áður var nærri þessu úrkomumagni. Hins vegar voru ýmsar með mikla snjókomu heldur síðar um daginn, þegar í reyndinni rofaði til!!“

Á milli klukkan 9 og 15, þegar umferðartafirnar voru mestar, snjóaði 15 milllimetra úrkomu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli.

Urðu verri eftir sem á leið

Reifar hann líkindaspár frá UWC/DINI sem finna megi hjá brunni Veðurstofunnar. Sú sem komst næst raunverulegu úrkomumagni var spá frá miðnætti á mánudag en spárnar urðu svo lakari eftir því sem nær dró.

„Meira að segja sú sem reiknuð var í miðri snjókomunni dreif ekki bakkanum yfir höfuðborgarsvæðið!“ segir Einar. Spárnar sem Blika hafi byggt sínar spár á hafi verið engu skárri.

Spárnar hafi verið ágætis líkindaspár fyrir Keflavíkurflugvöll alveg í restina, það er þegar byrjað var að snjóa.

„Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni!!“ segir Einar að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Í gær

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Í gær

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum