fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum starfsmönnum Ríkislögreglustjóra var sagt upp í gær í sparnaðarskyni, sama dag og tilkynnt var að umdeildur stjórnendaráðgjafinn hefði verið ráðinn tímabundið í fullt starf hjá embættinu. Frá þessu greinir RÚV.

Spegillinn fjallaði í gær um umfangsmikil viðskipti embættisins við ráðgjafafyrirtækið Intru undanfarin fimm ár. Intra er í eigu stjórnunarráðgjafans Þórunnar Óðinsdóttur sem er eini starfsmaður félagsins.

Á fimm árum hefur embættið greitt Þórunni á annað hundrað milljónir fyrir ráðgjöf sem meðal annars hefur falið í sér verslunarferðir í Jysk og vangaveltur um staðsetningu á píluspjaldi. Málið hefur vakið töluverða úlfúð enda er þarna sýslað með opinbert fé og eins þar sem embættið þurfti að fá 80 milljón króna fjárveitingu á fjáraukalögum í sumar til að fjármagna nýliðanámskeið fyrir sérsveitina sem annars hefði fallið niður.

Eftir umfjöllun Spegilsins greindi embættið frá því að Þórunn hefði verið ráðin þar tímabundið í fullt starf. RÚV greinir nú frá því að fréttastofan hafi unnið lengi að umfjölluninni sem birtist í gær. Fyrsta fyrirspurn var send á ríkislögreglustjóra um miðjan maí þar sem óskað var eftir upplýsingum um viðskipti embættisins við Intra.

Svör bárust ekki fyrr en þremur vikum síðar, voru almenns eðlis og innihéldu engin gögn. Þann 3. september óskaði fréttastofa eftir tímaskýrslum Þórunnar og tveimur dögum síðar var gerður við hana ráðningarsamningur um fullt starf. Starfið er tímabundið til þriggja mánaða og var ekki auglýst. Embættið upplýsti ekki fréttastofu um ráðninguna fyrr en í gærkvöldi.

RÚV segist hafa heimildir fyrir því að um tíu starfsmönnum hafi verið sagt upp í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær.

Nánar má lesa um málið hjá RÚV.

Uppfært: Í fréttatíma RÚV var rætt við Sigríði Björk þar sem hún sagði embættið hafa verið með ráðningabann í „einhverja sex mánuði“ og alls sé nú að fækka um tuttugu og tvær stöður hjá embættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin