fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Kynferðisbrotalíking Gunnars Smára vekur ólgu – „Situr í greni sínu við skjáinn og spýr eitri“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur milli stríðandi fylkinga í Sósíalistaflokknum eru viðvarandi en hafa blossað upp með endurnýjuðum krafti eftir endasleppan félagsfund flokksins síðastliðinn laugardag.

Sem kunnugt er náðu nýir aðilar undirtökum í stjórnum flokksins á aðalfundi í vor. Meðal þeirra sem fylgja þeim ekki að málum eru Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, og margnefndur Gunnar Smári Egilsson, einn helsti stofnandi flokksins og ritstjóri fjölmiðilsins Samstöðvarinnar. Samstöðin er að hluta til rekin fyrir hluta af þingstyrk (umbreyttum í lán) sem Sósíalistaflokkurinn fær frá ríkinu þar sem hann hefur náð yfir 3,5% fylgi í Alþingiskosningum, og að hluta til fyrir áskriftargjöld. Hinar stríðandi fylkingar greinir m.a. á um hvort vegi þyngra í rekstrinum, áskriftir eða þingstyrkurinn.

Á félagsfundinum síðasta laugardag lá fyrir tillaga Sönnu Magdalenu um að nýr aðalfundur verði boðaður á næstunni. Þar gæfist tækifæri til að skipta aftur um framkvæmdastjórn flokksins. Sanna segir að skýr vilji hafi verið til þess að samþykkja þessa tillögu á fundinum en ekki hafi verið farið að  þeim vilja. Fundinum var slitið áður en hann hófst en framkvæmdastjórnin ber því við að ekki hafi verið fundarfært vegna framíkalla og truflana frá hópi sem fylgdi Sönnu og þar með gamla „flokkseigendafélaginu“ að málum, fundarstjóri og stjórnarfólk hafi vart geta fengið frið til að koma frá sér einu orði.

Sem vænta mátti hafa umræður flokksmanna á netinu verið heiftúðugar í kjölfar fundarins en mörgum þykja ummæli frá Gunnari Smára, þar sem hann líkir framkvæmdastjórninni sem náði völdum í vor við kynferðisbrotamenn, hafa náð ákveðnum hápunkti í fjandskap.

Sjá einnig: Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“

Gunnar Smári sagði þar, í rökræðum við annan félaga í flokknum:

„Yfirtaka þessarar klíku á stjórnum flokksins með smölun var ekkert lík bónorði, þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna. Það lá fyrir að þessi klíka hafði engan hljómgrunn hjá yfir 90% félaga í flokknum. Því miður datt engum í hug að klíkan myndi reyna að taka yfir flokk sem vildi ekkert með klíkuna hafa. En það gerðist. Um 500 manns sögðu sig þá úr flokknum, samkvæmt könnunum hafa 5000 kjósenda snúið frá flokknum og í dag vildi hluti grasrótarinnar sem er eftir krefjast réttlætis, að flokksfélagar fái að velja sér forystu, fái að losna við þetta yfirtökulið. Ég var ekki á fundinum og það hefur komið fram fyrir löngu að minn tími í forystu þessa flokks er liðinn, það var skrifað inn í lög hans að enginn eigi að vera formaður stjórnar lengur en átta ár. Og ég er ekki flokkurinn. Það er enn fólk í flokknum sem sættir sig ekki við þessa nauðgun. Og þú ættir ekki að benda því fólki á hjónabandsráðgjöf heldur að benda klíkunni á meðferð sem líkara þeim sem ofbeldisfólki stendur til boða. Það er skammarlegt að segja þeim sem verða fyrir ofbeldinu að sættast við ofbeldismennina.“

Segir hann hafa rekið flokkinn eins og cult

Engin takmörk virðast fyrir heiftúðlegum ummælum milli hinna stríðandi fylkinga flokksins og þeirri fullyrðingu má finna stað í pistli sem Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar á Facebook-síðu sína. Guðbergur var kosinn í framkvæmdastjórn flokksins í vor en hann starfaði með  Gunnari Smára við stofnun flokksins árið 2017. Guðbergur segir Gunnar Smára vera með ófeðfelldari mönnum sem hann hafi kynnst á lífsleiðinni og segir hann hafa rekið flokkinn, er hann var við völd í honum, eins og sértrúarsöfnuð. Guðbergur segir Gunnar Smára einnig fara rangt með tölur um úrsagnir úr flokknum í kjölfar hallarbyltingarinnar í vor og það séu einnig ósannindi að tími hans í forystu flokknum hafi verið liðinn er kom að hallarbyltingunni. Pistill Guðbergs er eftirfarandi:

„Gunnar Smári Egilsson er með ógeðfeldari mönnum sem ég hef skarast við á lífsleiðinni. Allt sem ég hef heyrt neikvætt um manninn get ég margfaldað með tíu eftir kynni mín af honum. Þegar maður heldur hann geti ekki lagst lægra hefur hann einstakt lag að koma manni á óvart.

Þrátt fyrir að hafa haft varann á þegar hann leitaði til mín við stofnun flokksins 2017 ákvað ég að slá til því ekki var bjart yfir vinstri væng stjórnmálanna á þeim tíma. Gunnar var sannfærandi og sýndi af sér mikla ástríðu við að koma flokknum á laggirnar en nú veit maður að þarna var tækifærissinni á ferð.

Á meðan Gunnar Smári var við völd rak hann flokkin eins og sannur „cult“ leiðtogi. Gerði lítið úr öllum sem mæltu honum mót og/eða hunsaði. Ef það dugði ekki til kom tuddinn upp á yfirborðið og hann vílaði ekki fyrir sér að öskra á fólk til að ná sínu fram.

Þegar ég ákvað að leggja Sósíalistaflokknum lið nú í vor og bjóða mig fram í framkvæmdarstjórn vissi ég að það yrðu einhver átök á aðalfundinum. En mig óraði ekki fyrir þvi hvað í vændum væri í framhaldinu. Að þeir sem lytu lægra haldi myndu ekki sætta sig við að tapa í lýðræðislegum kosningum. Nú fimm mánuðum síðar er ekkert lát á árásum þessa fólks með æðsta prestinn eins og grenjandi ljón þá hann gægist upp úr greni sínu.

Núverandi stjórnir flokksins hafa lagt alla sína orku í að bæta starf flokksins og hefur vel til tekist. Við höfum reynt eftir megni að láta áreiti Smárakirkjunnar trufla okkur sem minnst og forðast átök. En þegar þetta ómenni er farið að líkja manni við ofbeldismann og nauðgara þá er komið gott. Þvílík gengisfelling á hugtökum og vanvirðing við fórnarlömb ofbeldismanna og nauðgara.

Það er ekki nóg að Gunnar Smári líkji okkur við ofbeldismenn og nauðgara heldur rekur hver lýgin aðra. Hann lýgur blákalt um fjölda úrsagna er hann segir 500 manns hafi sagt sig úr flokknum frá aðalfundi. Úrsagnir eru ekkert í líkingu við það sem Gunnar Smári heldur fram. Ekki er það eina lygi Gunnars í þessari grein. Hann lýgur einnig að það hafi verið löngu ljóst að valdatíð hans innan flokksins væri liðin, því hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í framkvæmdarstjórn á síðasta aðalfundi. Gunnar Smári hefði aldrei sleppt völdum af flokknum “sínum” sjálfviljugur. Hann lét af völdum því honum var hafnað af flokksmönnum í fyrstu stjórnarkosningum í 8 ára sögu flokksins.

Nú sytur hann í greni sínu við skjáinn spýr eytri og etur söfnuði sínum fyrir sig í örvæntingarfullri tilraun að ná aftur yfirráðum á ríkisstyrk sósíalistaflokksins. En tugir milljóna hafa runnið til Samstöðvarinnar. Netsjónvarpsstöðvar sem byggð var upp af félögum Sósíalistaflokksins. Fyrir ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Netsjónvarpsstöðvar sem er nú alls ótengd flokknum og heldur áfram að borga Gunnari Smára fínustu laun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins