fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. október 2025 18:00

Jakub telur sýslumann hafa brotið lög.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakub Polkowski, fatlaður maður sem selt var ofan af, krefst skaðabóta frá sýslumanni og öðrum sem komu að sölu hússins hans árið 2023. Byggt er á því að sýslumaður hafi ekki gætt að meginreglum stjórnsýsluréttar, stjórnarskrá Íslands og alþjóðlegum skuldbindingum.

ÖBÍ styður Jakub í málsókn hans eins og kemur fram í umsögn við frumvarp um breytingu á lögum um nauðungarsölu. Það er frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins, um að hús verði seld á almennum markaði í stað uppboðs.

Í greinargerð með frumvarpinu eru nefnd ýmis mál sem hafa komið upp þar sem húsnæði hafa verið seld langt undir raunverulegu verðmæti þess. Meðal annars fasteign sem Landsbankinn keypti á 45 milljónir króna á uppboði en var svo metin á 64,5 milljónir nokkrum dögum seinna og loks seld á 75,9 milljónir.

Mál Jakubs var hins vegar æ svæsnara og má segja að það hafi hneykslað þjóðina. En eign hans í Reykjanesbæ, sem hann hafði keypt fyrir bætur sínar vegna læknamistaka, var selt á aðeins 3 milljónir króna á uppboði en aðeins eitt boð barst, frá útgerðarfélaginu Sæstjörnunni í Sandgerði. Eignin var metin á 57 milljónir króna.

Hefði verið hægt að byrja brunninn

ÖBÍ, sem stutt hefur við Jakub, tekur undir markmið frumvarpsins um að almenn sala á markaði verði meginregla í nauðungarsölu.

„Heimilið er griðastaður fólks og brýnt að stjórnvöld leiti lausna til að lágmarka beitingu Íþyngjandi aðgerða Í sÍnu verklagi,“ segir í umsögn Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanns ÖBÍ, og Kjartans Þórs Ingasonar, verkefnastjóra. „Ákvörðun um nauðungarsölu fasteigna er íþyngjandi stjórnvaldsaðgerð sem hefur áhrif á líf fólks, sérstaklega þeirra sem eru að missa heimili sín og sjá fram á húsnæðisóöryggi.“

Stjórnvöld verði að kanna aðstæður hjá viðkomandi og tryggja að hann hafi fullan skilning á aðstæðum og að öll bjargráð hafi verið fullreynd. Vikið er að máli Jakubs og sagt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.

Sjá einnig:

Einbýlishús selt undan öryrkja á klink – Allt sem þú þarft að vita um málið – „Þrjár fasteignir seldar á 10 milljónir eða minna“

„ÖBÍ bendir á að í þegar málið kom fyrst fram í fjölmiðlum tjáði umboðsmaður skuldara í viðtali að hægt hefði verið að koma veg fyrir þessa niðurstöðu ef stofnunin hefði vitað að málinu,“ segir í umsögninni.

Telja sýslumann hafa brotið lög

Jakub hafi höfðað skaðabótamál á hendur sýslumanni og fleiri aðilum sem komu að sölu hússins með stuðningi ÖBÍ. Byggt er á því að sýslumaðurinn á Suðurnesjum, Árdís Ármannsdóttir, hafi ekki gætt að meginreglum stjórnsýsluréttar, ákvæðum stjórnarskrár, Mannréttindasáttmála Evrópu og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

„ÖBÍ áréttar að fötlun einstaklinga getur falið í sér að viðkomandi geri sér ekki grein fyrir umfangi skuldbindinga sinna og standa því ekki í skilum. Þá eru mörg sem hafa ekki heilsu eða getu til þess að hefja samningaviðræður við kröfuhafa og geta ekki brugðist við innheimtuaðgerðum,“ segir í umsögninni. „Samskiptaleysi opinberra stofnanna má aldrei skerða aðgengi einstaklinga að lögbundinni þjónustu. Huga þarf sérstaklega að frumkvæðisskyldu stjórnvalda í samskiptum við viðkvæmustu hópa samfélagsins og tryggja að öll úrræði hafi verið reynd til þaula.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu