fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. október 2025 16:30

Maðurinn var handtekinn á Walesa flugvellinum í Gdansk. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri sem var vísað úr landi reyndist vera eftirlýstur í heimalandinu Póllandi. Hann olli umferðarslysi hér á Íslandi og hafði framið rán og ógnað lífi lögreglumanns með hnífi í Póllandi.

Greint er frá þessu í pólska miðlinum TVN24.

Segir að maðurinn, sem er 36 ára gamall, hafi verið fluttur frá Íslandi til borgarinnar Gdansk í Póllandi í fylgd þriggja íslenskra lögreglumanna. Við komuna á flugvöllinn þar hafi komið í ljós að hann var eftirlýstur.

Kemur fram að maðurinn hafi farið til Íslands fyrir þremur árum síðan til þess að vinna. Hafi hann sagt lögreglumönnum á flugvellinum að honum hefði verið vísað úr landi á Íslandi fyrir að valda umferðarslysi. Vildi hann ekki greina frá dóminum sem hann hafi fengið en vitað var að hann fær ekki að koma til Íslands í þrjú ár.

En á flugvellinum var maðurinn handtekinn vegna tveggja útistandandi handtökuskipana. Annars vegar fyrir að ógna lífi lögreglumanns með hnífi, sem hann fékk eins árs fangelsi fyrir. Hins vegar fyrir rán, sem hann fékk tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir. Samanlagt þriggja og hálfs árs fangelsisdómur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur
Fréttir
Í gær

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“
Fréttir
Í gær

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“