
Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir sérstaklega hættulega árás á veitingastaðnum Benzincafe við Grensásveg 5 í Reykjavík.
Ákærði er sakaður um að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann að minnsta kosti tvisvar í höfuðið með skiptilykli. Hlaut brotaþoli tvo stjörnulaga skurði á höfði, hvor skurður var með um 1 cm löngum örmum, og þurfti að sama með fimm sporum í hvorn skurð.
Í ákæru frá Héraðssaksóknara hefur verið afmáð tímasetning atviksins.
Brotaþoli krefst tveggja milljóna króna í miskabætur vegna árásarinnar.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 3. nóvember næstkomandi.