fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 25. október 2025 16:30

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið telur að frumvarp um dýrahald í fjöleignarhúsum stangist ekki á við stjórnarskránna. Samkvæmt frumvarpinu mun réttur dýraeigenda rýmkast mjög.

Frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um dýrahald í fjölbýlishúsum hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. En samkvæmt því er hunda- og kattahald ekki háð samþykki eigenda fjöleignarhúss. Í dag eru reglurnar þannig að tveir þriðju hlutar eigenda þurfa að samþykkja dýrahald.

Hafa ýmis samtök dýravina og dýrahjálparsamtök fagnað frumvarpinu en samtök ofnæmissjúklinga og ofnæmislæknar hafa mótmælt því.

Í meðferð þingsins vildi velferðarnefnd fá að vita hvernig ráðuneytið teldi frumvarpið samræmast stjórnarskránni. Það er 71. greininni, þar sem segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, og 72. greininni, þar sem segir að eignarrétturinn sé friðhelgur.

Gæludýrahald falli undir friðhelgi einkalífs og fjölskyldu

Í minnisblaði ráðuneytisins segir að dýrahald sé einmitt varið í 71. grein stjórnarskrárinnar. Það er úti að frelsi einkalífsins, fjölskyldu og heimilis.

„Færa má góð rök fyrir því að undir friðhelgi einkalífs falli einnig rétturinn til að halda sitt heimili eins og hver og einn kýs, þar með talið að halda gæludýr,“ segir í minnisblaðinu.

Vísað er til nefndarálits félagsmálanefndar þegar upphaflegu lögin voru sett, árið 1994. En þá var takmörkunin sett vegna hagsmuna þeirra sem þjást af ofnæmi.

„Framkvæmdin hefur verið ströng og hefur kærunefnd húsamála staðfest að eigandi þurfi ekki að færa fram málefnalegar ástæður fyrir synjun á samþykki,“ segir í minnisblaðinu. „Þessi réttarstaða veitir íbúum sem ekki vilja dýrahald víðtæka vernd en skerðir um leið verulega sjálfsákvörðunarrétt dýraeigenda um heimilishald sitt.“

Þá sé í frumvarpinu kveðið á að húsfélög geti bannað hunda- og eða kattahald ef dýr veldur íbúum verulegum ama, ónæði eða truflun. Eða þá að eigandi þess brýtur verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum. Bann krefjist samþykkis tveimur þriðju hluta eigenda.

Friðhelgi eignarréttar tvíbent

Hvað varðar friðhelgi eignarréttar þá er nefnt að það sé tvíbent sverð. Það er annars vegar að það gildi um umráðarétt yfir séreign sinni til að halda gæludýr eða til að njóta eigna sinna án óeðlilegra truflana.

„Frumvarpið takmarkar rétt þeirra til að koma í veg fyrir dýrahald í nágrenni sínu. Slík takmörkun á eignarrétti verður að þjóna lögmætu markmiði og gæta meðalhófs. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til almennra velferðarsjónarmiða og aukins jafnræðis, sem teljast lögmæt markmið,“ segir í frumvarpinu.

Segir að áhrif breytinganna gæti einkum í sameign fjölbýlishúsa. En nýting hennar takmarkist eðlilega af því að sameign sé í sameiginlegri eigu íbúa.

„Meðalhófs er gætt með því að frumvarpið veitir húsfélögum skýr úrræði til að bregðast við „verulegum ama, ónæði eða truflun“ með sama hætti og gildir um aðra hagnýtingu sameigna og ama sem kann að hljótast af háttsemi sameigenda s.s. hávaðasama og/eða slæma umgengi. Þar með er tryggt að eignarréttur annarra íbúa er ekki gerður réttindalaus,“ segir í minnisblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin