fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður hefur verið dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir gripdeild fyrir brot sem átti sér stað í apóteki Lyfju þann 27. apríl árið 2024.

Maðurinn  ýtti starfsmanni apóteksins frá til að komast aftur fyrir afgreiðsluborð. Þar ruddist hann að öðrum starfsmanni sem hann skipaði að opna lyfjaskáp. Hann tók í kjölfarið 51 pakka af lyfjum að söluverðmæti 243.139 kr. og peningaseðla að fjárhæð 110.000 kr. og forðaði sér.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn eigi sér langan brotaferil að baki, en frá árinu 1997 hefur hann hlotið 15 refsidóma, meðal annars fyrir brot gegn umferðarlögum, almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Seinast var hann árið 2023 dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir að aka sviptur ökurétti undir áhrifum ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Árið 2021 var hann dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og rán og árið 2022 var hann dæmdur fyrir fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota.

Hann játaði skýlaust sök í málinu sem horfði honum til málsbóta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt