fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. október 2025 18:00

Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hafa verið birtar fréttir af og viðtöl við foreldra, sem hafa gefist upp á meðferðarmálum sem í boði eru hérlendis fyrir ungmenni, eða réttara sagt skorti á úrræðum. Hafa nokkrir foreldrar brugðið á það ráð að fara með börn sín til Suður-Afríku.

Eitt þeirra foreldra er María Sif Ericsdóttir, en sonur hennar er þar í meðferð. Er hún nýlega komin úr ferð þar sem hún dvaldi í fjóra daga á meðferðarstofnuninni Healing Wings, þar sem hún heimsótti son sinn, auk þess að styðja tvær mæður sem eru nýkomnar út með fjórtán ára gamla syni sína. 

„Þegar ég kom heim var batteríð búið, það er vont og erfitt að draga andann, jú ég er enn þá að venjast að minn pjakkur er farinn til Afríku. Ég gat ekki meir og flúði í öryggið og sveitasæluna til frænku minnar, akkúrat það sem ég þurfti.

Sonur Maríu er sextán ára og hefur dvalið tæpa þrjá  mánuði á meðferðarstofnun í Suður-Afríku og er í fyrsta skipti farinn að taka ábyrgð og horfa til framtíðar að hennar sögn, hann langar að verða eitthvað. Drengurinn hefur glímt við alvarlegan fíknivanda, oft verið stjórnlaus af neyslu og hætt kominn, ásamt því að hafa hlotið dóma.

María Sif sagði sögu þeirra í viðtali við Mbl fyrir tíu dögum.

„Hann fer eftir öllum reglum þarna og hann langar að vera úti í ár, vera edrú í ár, til að geta komið í heim og sýnt þeim í Blönduhlíð hvernig á að kenna krökkunum að vera edrú.“ Vísar hún þar til meðferðarheimilis hér á landi þar sem drengurinn lauk tólf vikna meðferð fyrr á þessu ári.

Fyllist reiði yfir orðum barnamálaráðherra

María Sif segir í færslu á Facebook að henni fallist hendur og hún gnísti tönnum af reiði yfir að lesa og heyra orð Guðmundar Inga Kristinssonar barnamálaráðherra.

Ég hef barist af lífs og sálarkröftum að aðstoða mitt barn! Við skólakerfið þar sem hann var of mikið, alltaf fyrir og dekk aldrei tíma, settur fram á gang, beðinn að labba hring úti, rétt 50 blýanta til að fara með inn á skrifstofuna til að ydda, geymdur í námsveri, og ég gæti bætt endalaust við!

Rekinn úr skóla í 10.bekk (NÚ í Hafnarfirði) fyrir að veipa utan skólalóðar, vitandi af stjórnendum að við vorum á biðlista fyrir M.S.T meðferð! Barnið mitt fer í mótþróa og löngu búinn að gefast upp á kerfi sem vill ekki hafa hann!

Segir María Sif neyslu sonarins hafa orðið meiri og harðari og eina aðstoðin sem var í boði fyrir hann þá sem barna- og fjölskyldustofa er með.

Stuðlar: Þar sem barnið mitt á að vera inn á stofnun

Þar sem er búið að vera viðvarandi neysla þar inni og varla séns fyrir börnin þar að fá að vera edrú, þar sem er löngu búið að sjá að þessir stjórnendur eru löööngu búin með sín tækifæri, en sitja þar fast í sínu á meðan börnin okkar deyja og það líka á þeirra vakt!

Stjórnendur koma fram og segja að aðstandendur séu að bera fíkniefni þar inn!

Samt hefur barn þar inni smyglað inn kærustu sinni (heil manneskja passar ekki á milli milli rassknna, eða oní tösku!! Þetta er bara smá af því sem barna og Fjölskyldustofa býður upp á og biðlistar ! Ég og barnsfaðir minn værum núna með okkar strák á biðlista fyrir Gunnarsholt! Ef hann væri hreinlega ennþá á lífi.

Mynd: Facebook

Meðferð erlendis ekki niðurgreidd

Meðferðarstofnunin Healing Wings, þar sem sonur Maríu Sifjar er í meðferð, í nágrenni borgarinnar Nelspruit í Suður-Afríku býður upp á níu til tólf mánaða vímuefnameðferð. Tvö íslensk börn hafa lokið meðferð þar og nú eru þau fjögur sem eru þar í meðferð. Mæðurnar sem María Sif talar um hrundu af stað söfnun til að greiða fyrir meðferðina, en synir þeirra eru 14 ára. Íslenska ríkið niðurgreiðir ekki meðferð fyrir börn í útlöndum. 

Synir þeirra glíma báðir við alvarlegan vímuefnavanda en meðferð hér heima hefur ekki skilað árangri. Í samtali við mbl.is sagði önnur móðirin, Ingibjörg Einarsdóttir, að sonur hennar hefði það ekki af þyrfti að hann að bíða mikið lengur eftir úrræði. Dagarnir fram að brottför færu í að reyna að halda honum á lífi. Þær binda báðar vonir við að meðferðin í Suður-Afríku verði sonum þeirra lífsbjörg, eins og segir í frétt Mbl.

Sonurinn að ná þremur mánuðum edrú og kominn með tilgang í lífinu

Segir María Sif að sonur hennar sé nú að ná þremur mánuðum edrú, hann sé kominn með tilgang í lífinu og framheili hans fái að þroskast.

Ég er að fá besta, ljúfa strákinn minn aftur eftir margra ára baráttu við kerfið

Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama og vildi bara hafa hann í geymslu!

Er hún harðorð í garð barnamálaráðherra og skilja ekki um málið snýst. Foreldrar séu í þeim að vera að  berjast fyrir lífi og velverð barna sinna.

Börnin okkar skipta máli og ekki voga þér að fara upp í ræðustól á Alþingi og segja að þú sért að gera það sem börnin okkar þurfa og að þú skiljir þetta! Það er ekkert hér á Íslandi sem grípur börnin. Og að vera á biðlista er að bjóða dauðanum heim! Og þetta setur alla fjölskylduna á hliðina!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Í gær

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix