Myndasöguhöfundingum og grínistanum Hugleiki Dagssyni hefur verið vikið af samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Miðillinn hefur verið að fjarlægja myndasögur hans sem hafa andfasísk skilaboð.
„Svo mér hefur opinberlega verið sparkað af Meta. Insta og Facebook á sama tíma. Út af skopteikningu með prik fólki,“ segir Hugleikur í skilaboðum sem vinkona hans birtir á síðu hans á Facebook.
Eins og DV greindi frá í sumar hefur Hugleikur verið á barmi þess að vera bannaður á samfélagsmiðlunum vegna brota á reglum. Hann stóð frammi fyrir því að draga verulega úr broddinum á skopmyndunum eða vera bannaður.
„Ég er ekki viss um hvað var síðasta stráið. En nýlega hafa þeir verið að fjarlægja skopmyndir mínar með nekt prika fólks og andfasískum skilaboðum,“ segir Hugleikur. „Þetta er heimurinn sem við búum í.“
Þá segir Hugleikur að honum hafi ekki verið slaufað af „woke menningu“ heldur af fyrirtæki. Við þessu hafi hann brugðist með því að opna síðu hjá samfélagsmiðlinum Blue Sky.
„Ég hef heyrt að það sé minna drasl en hinir samfélagsmiðlarnir,“ segir hann. Bendir hann einnig á að hann sé enn með reikning hjá Patreon.