fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. október 2025 19:30

Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndasöguhöfundingum og grínistanum Hugleiki Dagssyni hefur verið vikið af samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Miðillinn hefur verið að fjarlægja myndasögur hans sem hafa andfasísk skilaboð.

„Svo mér hefur opinberlega verið sparkað af Meta. Insta og Facebook á sama tíma. Út af skopteikningu með prik fólki,“ segir Hugleikur í skilaboðum sem vinkona hans birtir á síðu hans á Facebook.

Eins og DV greindi frá í sumar hefur Hugleikur verið á barmi þess að vera bannaður á samfélagsmiðlunum vegna brota á reglum. Hann stóð frammi fyrir því að draga verulega úr broddinum á skopmyndunum eða vera bannaður.

Sjá einnig:

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

„Ég er ekki viss um hvað var síðasta stráið. En nýlega hafa þeir verið að fjarlægja skopmyndir mínar með nekt prika fólks og andfasískum skilaboðum,“ segir Hugleikur. „Þetta er heimurinn sem við búum í.“

Þá segir Hugleikur að honum hafi ekki verið slaufað af „woke menningu“ heldur af fyrirtæki. Við þessu hafi hann brugðist með því að opna síðu hjá samfélagsmiðlinum Blue Sky.

„Ég hef heyrt að það sé minna drasl en hinir samfélagsmiðlarnir,“ segir hann. Bendir hann einnig á að hann sé enn með reikning hjá Patreon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina