fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. október 2025 17:50

Geir Arnar Jakobsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eldgömul grútskítug tuska dúndraðist í andlitið á mér rétt í þessu. Eða þannig leið mér allavega við að lesa þessa frétt,“ segir Katrín Ingvadóttir, móðir Geirs Arnars Jacobsen, sem lést í bruna á Stuðlum fyrir réttu ári síðan, eða þann 19. október árið 2024.

Katrín skrifar áhrifaríkan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún fer yfir það sem misfórst í tengslum við lát sonar hennar og deilir um leið harkalega á ummæli Guðmundar Inga Kristinssonar í viðtali við Morgunblaðið. Ráðherrann lýsir því þar yfir að meðferðarstofnun í Suður-Afríku, þangað sem íslenskir foreldrar hafa undanfarið leitað með börn sín í fíknivanda, uppfylli ekki staðla um meðferðarúrræði fyrir börn, hvorki hér né á Norðurlöndunum.

Guðmundur Ingi viðurkennir þó að hafa ekki kynnt sér meðferðarúrræðið ítarlega en segist hafa kallað eftir frekari upplýsingum. Segir hann að ekki standi til að senda börn til útlanda í meðferð á vegum ríkisins, hvorki til Suður-Afríku né annað.

Sjá einnig: Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram:Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Katrín segir hins vegar í pistli sínum:

Á morgun er komið ár síðan að Geiri lést í brunanum á Stuðlum

Lokaður inni á stofnun á vegum ríkisins.

Á stofnum sem á að vernda börn.

Í heilt ár höfum við aðstandendur þurft að bíða eftir niðurstöðum og vonað með okkar einlæga hjarta að þessi hræðilegi atburður myndi hafa þau áhrif að þetta skelfilega ástand yrði bætt.

En dauði eins barns er greinilega ekki nóg.

Heilu ári seinna erum við enn að lesa fréttir um versnandi stöðu barna og í hvert skipti er það eins og að fá blauta tusku í andlitið en í dag var hún eitthvað extra blaut.

Guðmundur Ingi hefði alveg eins getað komið hingað heim til mín og barið mig í hakkabuff, þannig áhrif hafði þessi frétt á mig.

Uppfylltu Stuðlar gæðaviðmið?

Katrín staldrar við þau ummæli Guðmundar Inga um að S-afríska meðferðarstofnunin uppfylli ekki gæðastaðla sem gildi hér á landi. Hún spyr á móti hvort neyðarvistun á Stuðlum, þar sem sonur hennar lést, uppfylli staðlana:

„Hann byrjar fréttina á að segja að hann telji að meðferðarstofnunin í Suður Afríku uppfylli ekki staðla um meðferðarúrræði og segir að við myndum ekki líða þetta hér!

Hann viðurkennir þó að hafa ekki kynnt sér hana í þaula. WTF!

Ég get því ekki annað en spurt:

Er neyðarvistun á Stuðlum að uppfylla þessa staðla, þar sem barnið mitt DÓ?

Er meðferðin á Stuðlum að uppfylla þessa staðla, þar sem börnin halda bara áfram að dópa eins og ekkert sé? Hanga svo bara í Play Station meira og minna allan daginn og fara í íssbíltúr.

Hvaða staðla er verið að uppfylla þarna?

Sjá einnig: Geirs Arnars minnst í athöfn á fimmtudag

Hann neitar því að þetta sé áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni og ekki sanngjarnt gagnvart því fólki sem er virkilega að leggja sig fram við að hjálpa þessum börnum?

Hvað er maðurinn að meina og hvers konar gaslýsing er í gangi?

Hann segir að þessi meðferð standist ekki staðla og að foreldrar þurfa að fara með börnin sín þangað í sömu fréttinni?

Að það sé átakanlegt að foreldrar þurfi að fara til útlanda með börnin sín og að hann skilji angist þeirra“ Hvernig dirfist hann!“

Ekkert langtímaúrræði í eitt og hálft ár

Katrín spyr hvort ráðherrann geri sér grein fyrir því að ekkert langtímaúrræði hafi verið fyrir börn á Íslandi í lífshættu vegna fíknar, í eitt og hálft ár. Hún staldrar við þau ummæli Guðmundar Inga að fara þurfi að lögum í þessum efnum. Hún spyr hann þá hvort ekki sé farið að lögum í S-Afríku í þessum málaflokki og hvort farið sé að lögum í honum hér á landi.

Segir barnavernd, lögreglu og Stuðla hafa brugðist

Katrín fer síðan yfir það sem hún telur hafa brugðist varðandi son hennar og leiddi til hinna hörmulegu endaloka. Við látum þann hluta pistilsins fylgja hér óstyttan:

„Hvað með Barnavernd?

Sem svaraði ekki í neyðarsíma nóttina sem Geiri dó?

Eða þegar barnaverndarfulltrúi kom með hann útúrdópaðan í vinnuna til mín því að vinnutíminn hennar var búinn og hún þurfti að komast í helgarfrí?

Hvað með lögregluna?

Sem var kölluð út af því hann hafði fengið flogakast, kastað upp og misst meðvitund í strætó, en lögreglan ákvað að skylja hann dópaða eftir í strætóskýli, hringdu svo í pabba hans til að láta hann vita mörgum klukkutímum seinna?

Eða þegar ég hringdi tryllt af áhyggjum í lögregluna til að biðja þá um að tékka á honum því ég vissi ekki hvar hann var en hann var útúr dópaður með alvarlegar hótanir, m.a. um að svipta sig lífi. Þeir hringdu í mig nokkru seinna og sögðu að hann væri hjá vini sínum og væri í lagi.

Ég komst síðan að því nokkrum dögum seinna að lögreglan hafði aldrei farið og tékkað á honum, þeir hringdu bara í hann!!!

Eða í öll skiptin, og já þau voru mörg, þegar lögreglan þurfti að hafa afskipti af honum og við foreldrar hans ekki látin vita?

Eða á Stuðlum.

Þegar honum voru gefin Benzo lyf af starfsmanni, án þess að vera skoðaður af lækni og við foreldrar hans ekki látin vita?

Þetta gerðist nokkrum sinnum.

Þessu má fylgja að Geiri hafði aldrei tekið Benzo lyf áður en hann fékk þau á Stuðlum og misnotaði þetta lyf mjög mikið eftir það.“

„…takið ábyrgð“

Katrín segir ofangreint aðeins vera sýnishorn af því hvernig brotið var á syni hennar. Hún segir skrifar síðan:

„Það sorglega er að þetta er aðeins sýnishorn af þeim ótal atriðum þar sem brotið var á barninu okkar.

Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt.

Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós