fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 18. október 2025 20:00

Draiman skrifaði skilaboð á fallbyssuskot sem skjóta átti á Gaza borg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska þungarokkshljómsveitin Disturbed þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Brussel á miðvikudag vegna þess að borgarstjóri bannaði þeim að spila. Ástæðan er sú að söngvari sveitarinnar, David Draiman, hafði skrifað skilaboð á fallbyssuskot Ísraelsher sem beina átti að Gaza.

Disturbed hafa verið ein af vinsælustu þungarokkshljómsveitum heims undanfarin þrjátíu ár. En hljómsveitin sló í gegn árið 1999 með laginu „Down with the Sickness“ og plötunni „The Sickness“ sem seldist í bílförmum.

Hljómsveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu með öldungunum í Megadeth en tónleikaferðalagið hefur nú komist í fréttirnar fyrir allt annað en þeir vildu.

Sveitin átti að spila í Brussel, höfuðborg Belgíu, á miðvikudag. Það er í suðurhluta borgarinnar, svæði sem kallast Vorst, á tónleikastað sem kallast Vorst Nationaal.

Vorst hefur sinn eigin borgarstjóra, Charles Spapens að nafni, sem lét gefa út lögreglutilskipun föstudaginn 10. október um að Disturbed mættu ekki spila þar eins og greint var frá í dagblaðinu De Standaard. Ekki náðist að finna annan tónleikastað með svo stuttum fyrirvara og var því tónleikunum aflýst.

Dyggur stuðningsmaður Ísrael

Ástæðan fyrir þessu er að mynd var birt af David Draiman, söngvari Disturbed, þar sem hann var að skrifa „Fuck Hamas“ á 155 millimetra fallbyssuskot Ísraelsmanna sem átti að skjóta að Gaza borg. Myndin var tekin í júnímánuði árið 2024.

Draiman, sem er gyðingur, hefur lengi verið þekktur fyrir dyggan stuðning sinn við Ísrael og hefur lent upp á kant við marga út af þeirri afstöðu sinni. Meðal annars Roger Waters, úr Pink Floyd, og norður írsku rapphljómsveitina Kneecap sem eru dyggir stuðingsmenn Palestínumanna.

Þessi andúð birtist Draiman til dæmis þegar hann kom fram á lokatónleikum Black Sabbath og Ozzy Osbourne í borginni Birmingham í sumar. En þar bauluðu margir áhorfendur á hann út af áðurnefndri ljósmynd.

Sagði öryggið skipta mestu máli

Spapens lýsti áhyggjum af komu Disturbed í september. Sagði hann að koma þeirra væri „siðferðislegt áhyggjuefni.“ Þá sagði hann hins vegar að borgaryfirvöld hefðu takmörkuð úrræði til þess að stjórna dagskrá tónleikanna.

Seinna tók Spapens í gikkinn og bannaði tónleikana á grundvelli öryggishagsmuna. Það er að búist væri við stórum mótmælum og lögregla ætti að stöðva tónleikana.

„Öryggi borgara, áhorfenda, mótmælenda og starfsfólks er fyrsta forgangsmál hjá mér,“ sagði Spapens við blaðið Belga. „Eftir óhagstætt áhættumat lögreglunnar á að halda svona viðburð í íbúðahverfi var það skylda mín að stöðva þetta.“

Tónlist eigi að sameina

Disturbed hafa síðan gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja tónlist eiga að sameina fólk.

„Tónlist er þar sem allur okkar ágreiningur hverfur,“ segir í tilkynningu sveitarinnar. „Tónlist hefur kraftinn til að lækna, hvetja og sameina fólk, hún snýst ekki um að sundra fólki. Við höfum alltaf lagt áherslu á að allir séu velkomnir á tónleika okkar, sama á hvað fólk trúir. Allir sem koma á tónleika Disturbed eru velkomnir og elskaðir. Við erum hryggir yfir því að aðdáendur okkar í Belgíu geti ekki tekið þátt í þessari veislu tónlistar.“

Tekið var fram að allir miðahafar myndu fá endurgreitt á innan við einum mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós