Heimildin greinir frá því að þrjár konur sem starfa á Ríkisútvarpinu hafi kvartað undan áreiti af hálfu karlkyns starfsmanns hjá miðlinum. Maðurinn mun vera kominn í leyfi frá störfum en óvíst er hvort leyfið sé að eigin ósk eða að kröfu stjórnenda. Kurr mun vera meðal starfsfólks Ríkisútvarpsins sem veit af málinu, en nokkur tími mun hafa liðið frá því að fyrsta ásökunin barst þar til maðurinn fór í leyfi. Tvær kvartanirnar bárust í ágúst og ein í byrjun september.
Nánar má lesa um málið hjá Heimildinni.
Uppfært: Starfsmaðurinn hefur látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu