fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. október 2025 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get eiginlega ekki orða bundist yfir gunguhætti og framtaksleysi stjórnvalda í þessu máli undanfarna ÁRATUGI!“

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni, á Facebook-síðu sinni.

Þar deilir hann frétt Vísis þar sem fjallað er um áhyggjur Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra af stöðu mála á fjölmiðlamarkaði.

Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í gær og í morgun var greint frá því að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp. Vísir spurði Loga út í þetta og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni.

Sjá einnig: Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

„Já, auðvitað hef ég áhyggjur. Þetta er grafalvarlegt og þetta sýnir í hvaða stöðu mikilvægir fjölmiðlar á Íslandi eru. Þetta mun hvetja okkur til að ganga kannski hraðar til verks en við ætluðum. Við ætluðum að taka okkur tíma í þetta. Við munum birtast með tillögur strax í nóvember varðandi RÚV og fleiri,“ sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Heimir fram sína skoðun og tekur fram að hann vilji alls ekki að RÚV verði lagt niður. Hann tekur fram innan sviga að hann viti að ekki séu allir sammála honum hvað það varðar.

Í færslu sinni segir Heimir, sem er í hópi reynslumestu fjölmiðlamanna landsins:

„Þetta er ekki flókið:

1. Taka RUV af auglýsingamarkaði og draga úr umsvifum RUV

2. Selja Rás 2

3. RUV sinni fyrst og fremst innlendri dagskrárgerð og fréttum á einni sjónvarpsrás og einni útvarpsrás. 6-7 milljarðar í nefskatt ættu að vera miklu meira en nóg og þá skattpeninga okkar ætti ekki að nota i kaup á erlendu afþreyingarefni frá t.d. Hollywood.

4. Setja strax kvaðir á streymisveitur (Netflix osfrv.) Eins og reyndar Logi (ráðherra) ætlar sér.

5. Fella niður alla styrki til einkarekinna fjölmiðla (nema mögulega lítilla landsbyggðar-fjölmiðla)“

Getum við tekið málefnalega umræðu um þetta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða
Fréttir
Í gær

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær