fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Bogi Nils: Ísland gæti endað í flokki með ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. október 2025 11:30

Bogi Nils Bogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að ný reglugerð innviðaráðherra sem bannar afskráningu loftfara af íslenskri loftfararskrá hafi gjöld ekki verið greidd rekstraraðila flugvalla og flugleiðsögu sé vanhugsuð á margan hátt.

Reglugerðin hefur það markmið að tryggja að skuldir flugrekstraraðila sem fara í þrot séu greiddar.

Bogi segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að reglugerðin sé hins vegar vanhugsuð að því leyti að skuldir munu nú lenda á eiganda flugvélar sem er oft á tíðum erlend flugvélaleiga – fyrirtæki sem ekki hefur stofnað til skuldanna. Þar að auki gildi reglugerðin afturvirkt sem við eigum ekki að venjast í alþjóðaviðskiptum.

„Við höfum þegar heyrt frá fjármögnunaraðilum og leigusölum sem við erum í viðskiptum við og allir lýsa þeir undrun sinni yfir þessari reglugerð. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að áður en þeir hefja viðskipti í nýju landi kynna þeir sér vel það lagaumhverfi sem gildir og treysta því að það gildi um viðskiptin sem þeir stofna til. Nú sjá þeir hins vegar nýja reglugerð sem gildir aftur í tímann og hefur umtalsverð áhrif á mat þeirra á áhættu sem fylgir því að eiga í viðskiptum við íslensk fyrirtæki. Í öllum viðskiptum er það þannig að ef áhætta eykst þá hefur það áhrif á kostnað,“ segir Bogi í grein sinni.

Bogi vitnar í viðtal Morgunblaðsins við Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra á dögunum þar sem hann kvaðst ekki skilja þá gagnrýni sem komið hefur fram. Reglugerðin ætti ekki að hafa áhrif á flugrekendur sem eru í fullum rekstri.

„Við höfum hins vegar bent á og fundið fyrir því að hún getur einmitt haft áhrif á flugrekendur sem eru í fullum rekstri því þau fyrirtæki sem við erum í viðskiptum við hafa tilkynnt okkur að þessi aukna áhætta þýði að þau gætu þurft að setja álag á þau kjör sem íslenskum flugrekendum bjóðast, eða að krafa verði gerð um að flugvélar séu skráðar í öðrum löndum. Ummæli ráðherra eru því með miklum ólíkindum og bera með sér að hann átti sig ekki á að reglugerðin getur haft alvarlegar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir íslenskan flugrekstur,“ segir Bogi.

Bogi segir að lokum að mjög mikilvægt sé fyrir íslenskan flugrekstur og orðspor Íslands að reglugerðin verði afnumin sem allra fyrst til að koma í veg fyrir frekara tjón.

„Verði það ekki gert fer Ísland í hóp með ríkjum sem við viljum síst af öllu bera okkur saman við þar sem eigendur loftfara forðast að skrá loftför sín vegna pólitískrar áhættu og hafa mótaðilar Icelandair sérstaklega bent á þetta. Slíkt myndi skaða íslenskan flugrekstur til muna og draga úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga. Viðbrögð leigusala og fjármögnunaraðila eru enn ekki að fullu ljós en skera þyrfti á hnútinn með því að afnema reglugerðina sem allra fyrst til að eyða þeirri óvissu sem er nú þegar til staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum