Kona á fertugsaldri, frá Selfossi, hefur verið sakfelld við Héraðsdóm Suðurlands fyrir vopnalaga- og fíkniefnabrot.
Við húsleit hjá konunni vorið 2024 fannst dálítið af fíkniefnum, 12,25 g af marihúana og rúmlega 37 af amfetamíni.
Einnig fannst exi á heimilinu sem konan hafði ekki tilskilda heimild til að hafa í vörslu sinni, samkvæmt því sem kemur fram í ákæru, og var exin gerð upptæk.
Konan sótti ekki þing og var kveðinn upp dómur að henni fjarstaddri. Var hún dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Konan hefur nokkurn brotaferil að baki, aðallega fíkniefnabrot. Hins vegar kemur hún einnig við sögu sem vitni í þekktu manndrápsmáli. Árið 2011 var maður sakfelldur fyrir manndráp sem hann framdi þann 14. júlí það ár, á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg. Gekk hann þar berserksgang á staðnum og stakk mann með hnífi í í hálsinn. Konan sem hér hefur verið dæmd átti þar engan hlut að máli en var á staðnum og varð vitni að því er hinn dæmdi morðingi stakk brotaþola með hnífi en hún var þá stödd í dyragætt veitingastaðarins. Tók hún þó fram að hún ekki séð manninn leggja til hans með hnífi heldur séð handahreyfingu sem líktist því að hann væri að kýla hann. Sagðist konan í fyrstu ekki hafa áttað sig á alvarleika atviksins en skömmu síðar séð að annað vitni á vettvangi reyndi að láta brotaþola setjast og að það spýttist blóð úr honum.
Ákærði í Monte Cristo málinu var dæmdur í 16 ára fangelsi.