fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í handbolta karla hefst í næstu viku en mótið fer fram í Króatíu, Noregi og Danmörku. Leikir Íslands verða háðir í Zagreb í Króatíu.

Ísland leikur í G-riðli ásamt Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu. Af þessum þremur andstæðingum eru Slóvenar langsterkustu andstæðingarnir. Mikilvægt er að vinna alla leiki í riðlinum til að taka með sér stig í milliriðil. Leiktímar Íslands í riðlinum eftir eftirfarandi:

Fimmtudagur 16. janúar kl. 19:30: Ísland – Grænhöfðaeyjar

Laugardagur 18. janúar kl. 19:30: Ísland – Kúba

Mánudagur 20. janúar kl. 19:30: Ísland – Slóvenía

Leikið verður í milliriðlum miðvikudaginn 22. janúar, föstudaginn 24. janúar og sunnudaginn 26. janúar.

Til að komast í 8 liða úrslit á mótinu þarf Ísland að komast upp úr milliriðlinum.

Æfingaleikir gegn Svíum

Íslenska liðið æfir nú af kappi fyrir mótið og framundan eru tveir æfingaleikir gegn Svíum í Svíþjóð. Fyrri leikurinnn verður á fimmtudaginn kl. 18 og sá síðari á laugardaginn kl. 15. Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV og að sjálfsögðu verða allir leikir Íslands á HM sýnir þar líka.

Heimild: ruv.is 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum