fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Vilja stoppa áfengissölu á íþróttaviðburðum – „Fyrirmyndir í stúkunni séu líka til fyrirmyndar“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) hefur sent sveitarfélögum landsins bréf til þess að mótmæla áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu. Segir félagið að hún auki hættu á óviðeigandi hegðun. Fyrirmyndirnar séu líka í stúkunni.

„Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á Íslandi,“ segir í bréfinu sem sent var til sveitarfélaga, sem veita leyfi til áfengissölu á íþróttaviðburðum.

Áfengissala á íþróttaleikjum hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum, einkum á leikjum meistaraflokka og algengt er að sjá áhorfendur með bjór. Stundum hafa leyfamál ekki verið í lagi varðandi þessa áfengissölu.

Bent er á að íþróttastarf á Íslandi sé mikilvægur og öflugur vettvangur heilsueflingar, forvarna og félagslegs þroska. Einkum hjá börnum og unglingum. Sala á áfengi á íþróttaviðburðum gangi þvert gegn tilgangi íþrótta og sendi röng skilaboð um tilgang íþróttastarfseminnar.

Óviðeigandi hegðun í stúkunni

„FÍÆT bendir á að áfengissala á íþróttaviðburðum stuðli að aukinni hættu á óviðeigandi hegðun áhorfenda, neikvæðum áhrifum á fjölskylduvænt umhverfi og grafi undan þeim gildum sem íþróttir standa fyrir, svo sem jákvæðum félagsþroska og heilbrigðum lífsstíl,“ segir í bréfinu. „Fyrirmyndir barna og ungmenna eru bæði innan vallar en líka í stúkunni og mikilvægt er að fyrirmyndir í stúkunni séu líka til fyrirmyndar.“

Leggur félagið áherslu á að tryggja heilbrigt umhverfi fyrir öll sem taki þátt í íþróttastarfi á Íslandi. Skorað er á stjórnvöld, sveitarfélög, íþróttasérsambönd, íþróttafélög og skipuleggjendur íþróttaviðburða að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og tryggja að ekki sé selt áfengi á íþróttaviðburðum. Einnig er hvatt til frekari umræðu um ábyrga stefnumótun þegar kemur að áfengissölu í tengslum við samfélagslega viðburði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“