fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Hamfarirnar í Los Angeles: 10 þúsund hús brunnin – Veðurspáin lofar ekki góðu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. janúar 2025 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tíu eru látnir í skógareldunum í Los Angeles og telur lögregla að allt að tíu þúsund hús eða byggingar hafi brunnið til kaldra kola í eldunum til þessa. Þá skoðar lögregla hvort einhverjir eldanna hafi verið kveiktir viljandi af óprúttnum einstaklingum.

Slökkviliðsmenn hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni við eldana og loga þeir enn á fimm stöðum. Í frétt BBC kemur fram að borið hafi á þjófnuðum í borginni þar sem óprúttnir aðilar reyna að nýta sér þá neyð sem komin er upp. Hafa tuttugu einstaklingar nú þegar verið handteknir í tengslum við slík mál. Borgarstjórinn, Karen Bass, hefur varað við því að hart verði tekið á þjófum í borginni.

Lögregla handtók í gær einstakling sem grunaður er um að hafa kveikt einn af þeim eldum sem loga viljandi. Rannsókn á því máli stendur yfir.

Slökkviliðsmönnum hefur gengið misvel að ráða við þá elda sem loga og hefur sá stærsti, sem kenndur er við Palisades, nú skilið eftir sig eyðileggingu sem nær yfir rúmlega átta þúsund hektara svæði. Eiga slökkviliðsmenn enn langt í land með að ná tökum á honum.

Í umfjöllun BBC kemur fram að veðurspá fyrir daginn sé óhagstæð og búast megi við vindasömu veðri áfram. Þá verður áfram þurrt í veðri og er útlit fyrir að staðan verði þannig áfram næstu daga sem gæti gert slökkvistarf erfitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir