fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. september 2025 16:30

Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega fertugan Pólverja fyrir annars vegar stórfellt fíkniefnabrot og hins vegar fyrir brot gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

Allt snýst þetta um flugferð mannsins frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar fimmtudaginn 24. apríl á þessu ári. Í fyrri ákærulið er maðurinn sakaður um að flutt inn til landsins 2.000 ml af amfetamínbasa, að styrkleika 44-53%. Þessi fíkniefni geymdu maðurinn í tveimur vínflöskum. Þetta samsvarar um einu kg af hreinu amfetamíni og um tíu þúsund neysluskömmum.

Hins vegar er maðurinn ákærður fyrir að hafa haft í ferðatöskunni töluvert magn af alls konar frammistöðubætandi efnum og lyfjum, meðal annars 30 stykki af óþekktum steratöflum, 30 ml af Testosoron, 84 stykki af Anastrol töflum og margt fleira.

Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í lok síðasta mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“