fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. september 2025 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo þrítuga menn, annan frá Lettlandi en hinn Spánverja, fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Lettinn er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 3 kg af kókaíni með styrkleika sem jafngildir um 2,4 kg af hreinu efni. Slíkt magn af kókaíni inniheldur um 24 þúsund neysluskammta.

Efnin faldi maðurinn í ferðatösku sinni er hann kom með flugi frá Frankfurt til Keflavíkurflugvallar, þann 22. apríl á þessu ári.

Skömmu eftir komuna afhenti Lettinn spænskum félaga sínum töskuna. Sá er ákværður fyrir fyrir að taka á móti efnunum en fyrir afhendinguna hafði lögregla lagt hald á efnin og skipt þeim út fyrir gerviefni.

Aðalmeðferð í málinu var fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag, 17. september. Mennirnir verða dæmdir innan fjögurra vikna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“