fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Safna fé til að finna flugvélina Glitfaxa – Ætla að senda kafara að flakinu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. september 2025 20:30

Hugmyndin er að senda kafara niður að flakinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun er hafin til þess að senda kafara að þeim stað þar sem grunur leikur á að flakið af flugvélinni Glitfaxa liggi. Flakið hefur aldrei fundist en fyrrverandi flugstjóri telur sig vita hvar vélin fór niður út frá gögnum sem til eru í Þjóðskjalasafni.

Hrikalegt slys

DV greindi frá málinu á þriðjudag, það er að fyrrverandi flugstjórinn Guðbrandur Jónsson, teldi sig vita hvar flak flugvélarinnar Glitfaxa hrapaði í sjó þann 31. janúar árið 1951. 20 manns fórust í slysinu, 17 farþegar og 3 manna áhöfn, og er það því eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar.

Vélin var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur en aðstæður voru mjög slæmar. Guðbrandur greindi frá því að skjöl í málinu, úr Lögreglurétti Reykjavíkur 14. mars þetta ár, hafi sýnt að aðstoðarflugmaður var ekki með tilskilin leyfi, að veðurfræðingi og flugumferðarstjóra hafi deilt um lokun Reykjavíkurflugvallar og að erfiðar aðstæður við bólstraský hafi valdið því að sterkir niðurvindar hafi gripið flugvélina í aðflugi.

Sjá einnig:

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Hins vegar sýni vitnisburður loftskeytamanns á togaranum Júlí hvar flugvélin hafi hrapað í hafið. Það er nálægt togaranum sem var vestan við svokallaða Valhúsabauju.

Söfnun hafin

Söfnun hófst í dag á síðunni Karolina Fund til að leita að Glitfaxa undir yfirskriftinni „Leitin að Glitfaxa“. Er takmarkið 30 þúsund evrur, eða rúmlega 4 milljónir króna.

„Verkefnið snýst um að senda kafara og búnað niður að flakinu Glitfaxa sem liggur á hafsbotni rétt norð-vestur af innsiglingaljósvitanum til Hafnarfjarðarhafnar,“ segir í færslu með söfnuninni sem Guðbrandur er skráður sem stofnandi að.

Ekki ódýr aðgerð

„Hugmyndin gengur út á það að fela köfunarfyrirtæki að senda menn og búnað niður að flaki flugvélarinnar Glitfaxi sem fórst í Janúar 1951. Heyrnarvitni var að slysinu, loftskeytamaður á togaranum Júlí sem heyrði vélina farast, kl. 17.16. miðvikudaginn 31. janúar,“ segir í lýsingu Guðbrands.

„Ég er í sambandi við fyrirtækið Köfunarþjónustan um að senda niður kafara og kafbátamyndavél til að taka myndir af flakinu. Í flakinu er ekkert lífrænt allt er gengið í efnasamband við móður jörð. Kostnaðurinn fyrir menn, bát og búnað er 85000 kr. Á tímann að lágmarki 8 klukkustundir fyrir daginn. Þetta er því ekki ódýr aðgerð. Því leita ég leiða til að fá aðstoð við þetta verk. Ég er með samþykki Minjastofnunar um þessa aðgerð og vilja þeir að þeirra fulltrúi verði viðstaddur aðgerðir en sá er fornleifafræðingur og kafari. Þetta gæti tekið tvo til þrjá daga að mynda og kortleggja og þannig útbúa efni fyrir stuðnings og styrktaraðila,“ segir að lokum.

Söfnunina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ríkislögreglustjóri segir af sér

Ríkislögreglustjóri segir af sér
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað