fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra taka ekki undir með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra, að hækka þurfi lægstu laun verði örorkubætur hærri en lægstu laun.

Þetta segja Kristrún og Daði í samtali við Morgunblaðið í dag.

Eins og kunnugt er kynnti Inga Sæland nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi síðastliðinn mánudag. Nýja kerfið er einfaldara, greiðslur hækka auk þess sem dregið er úr tekjutengingum og fólki gert auðveldara að vera á vinnumarkaði kjósi það svo. Um 95% þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu.

Bent var á það í Morgunblaðinu í gær að þær áhyggjur hafi verið viðraðar að frumvarpið feli í sér að sumir fái hærri tekjur á örorku en þeir höfðu á vinnumarkaði. Að sama skapi myndi það þýða tekjutap ef þeir snúa aftur á vinnumarkað.

„Ef staðan er orðin sú að örorkubætur verða hærri en til dæmis lægstu laun, þá liggur það einfaldlega fyrir að það þarf að hækka lægstu launin,“ sagði Inga á forsíðu Morgunblaðsins í gær.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við þau Kristrúnu og Daða og deila þau ekki þessari sýn Ingu.

Kristrún bendir á að ríkisstjórnin semji ekki um kaup og kjör á vinnumarkaði nema hvað opinbera starfsmenn varðar. Spurð hvort orð hennar séu ávísun á ókyrrð á vinnumarkaði segir Kristrún:

„Eins og ég segi, þá eru lágmarkslaun í landinu, það er samið um þau, en við stöndum ekki í slíkum samningum nú og ríkið er ekki að stíga með neinum hætti inn í kjarasamninga.“

Daði Már tekur í svipaðan streng og segir það ekki vera ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ákvarða lægstu laun. Þegar Daða var bent á að Inga hefði einnig nefnt að lækka þyrfti verð á nauðsynjavöru sagði hann ekkert slíkt í bígerð. „Það er ekkert slíkt til skoðunar. Við þurfum að viðhalda aðhaldsstigi ríkisfjármála,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“