fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 19:30

Lee var 41 árs og skilur eftir sig unnustu og son. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem féll til bana á Oasis tónleikunum á Wembley leikvanginum á laugardag hét Lee Claydon. Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu Lee sem skilur eftir sig son og unnustu.

The Sun og fleiri bresk dagblöð greina frá þessu í dag.

Meðlimir hljómsveitarinnar Oasis og tónleikagestir voru slegnir eftir að einn aðdáandi féll fram af svölum á Wembley leikvanginum í London á laugardag og lést. Hæðin var talsverð mikil og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Nú hefur verið greint frá því að maðurinn hét Lee Claydon, 41 árs fjölskyldufaðir og aðdáandi Oasis til áratuga. Hefur verið sett á laggirnar söfnun fyrir fjölskyldu hans á síðunni Gofundme.

„Fjölskylda okkar er í molum og við eigum erfitt með að takast á við þetta hryllilega og óvænta áfall,“ segir Aaron Claydon, bróðir Lee, á síðunni. „Lee skilur eftir sig son, föður, maka, bræður, systur, frændur og frænkur. Lee var ástsæll fjölskyldumaður, fyrirmynd sonar síns og elskaður svo heitt af allri fjölskyldunni. Lee hefði gert svo mikið fyrir hvert okkar og hann var tekinn allt of snemma frá okkur og við munum sakna hans svo heitt.“

Þegar þetta er skrifað hafa safnast um 2400 pund (400 þúsund krónur) af 4000 punda takmarki, það er 61 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Í gær

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni