Grísk yfirvöld leita í örvæntingu af breskri konu sem hvarf sporlaust af sólbekk á strönd við sumarleyfisborgina Kavala á Norður-Grikklandi á meðan eiginmaður hennar svaf.
Konan, Michele Ann Joy Bourda, 59 ára, hafði verið að synda í sjónum við Ofrynio-ströndinni á föstudag um hádegisbil þegar eiginmaður hennar lagðist til hvílu á sólbekk. Þegar maðurinn vaknaði eftir væran blund var Michele Ann horfin en persónulegir munir hennar, þar á meðal taska og föt, lágu eftir við sólbekkinn.
Sjóher Grikklands hefur fínkembt sjóinn í kringum borgina á meðan lögregla hefur kannað svæðið á landi, en yfirvöld í Kavala segja að leitinni kunni að verða hætt síðla dags á mánudag ef engin ný vísbending finnst.
Gefin hefur verið út neyðartillkynning og telja yfirvöld segja að líf konunnar kunni að vera í hættu. Í tilkynningunni kemur fram að hún sé 168 cm á hæð, grönn, með blá augu og axlarsítt hár. Hún var í glitrandi tvískiptum sundfötum, gulum strandskóm og rauðum sólgleraugum þegar hún sást síðast.
Hvarf Michele Ann kemur í kjölfar fjölda sambærilegra mála undanfarið. Í júní hvarf 60 ára breskur ferðamaður á Karpathos-eyju og bíll hans fannst yfirgefinn í 38 stiga hita. Þá er einnig leitað að breskri konu, Jennifer Frances Lacey, 41 árs, sem hvarf í spænska ferðamannabænum Vera í síðustu viku.
Samkvæmt New York Times hafa að minnsta kosti tíu erlendir ferðamenn annaðhvort týnst eða látist í Grikklandi síðustu misseri, oft í gönguferðum í miklum hita.