fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 10:30

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, við erum á réttri leið, klárlega,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, um stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í morgun.

Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Verða því meginvextir bankans á sjö daga bundnum innlánum, svonefndir stýrivextir, því 8,0%. Stýrivextir hafa lækkað nokkuð að undanförnu og voru þeir til dæmis 9,25 prósent í október síðastliðnum þegar lækkunarferli hófst.

Sjá einnig: Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur

Vilhjálmur fagnar ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans og segir hann að um sé að ræða ánægjuleg tíðindi. Þetta sé í anda þess sem lagt var upp með þegar gengið var frá kjarasamningi í mars á síðasta ári.

„Enda lá fyrir að meginmarkmið okkar í síðustu kjarasamningum var að skapa skilyrði fyrir lækkun verðbólgu og vaxta og nú er ljóst að sá árangur er byrjaður að skila sér af fullum þunga. Verðbólga hefur lækkað úr tæpum 7% niður í 4,6% og stýrivextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá undirritun,“ segir Vilhjálmur í pistli á Facebook-síðu sinni.

Hann bendir einnig á hvað þessi vaxtalækkun þýðir fyrir fjölskyldu með dæmigert húsnæðislán.

„Þessi nýjasta lækkun mun til dæmis þýða það ef hún skilar sér að fullu í lækkun á óverðtryggðum vöxtum til heimilanna að 50 milljóna króna húsnæðislán mun verða með 250.000 kr. lægri vaxtabyrði á ári eða sem nemur tæpu 21.000 á mánuði en til að hafa 21.000 kr. í ráðstöfunartekjur þarftu að hafa yfir 32.000 kr. í laun.“

Vilhjálmur segir að við séum á réttir leið.

„Klárlega, enda var meginmarkmiðið að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með þremur þáttum, það er að segja launahækkunum, lækkun vaxta og verðbólgu og lagfæringu á tilfærslukerfunum. Allt er þetta að raungerast, þökk sé framsýni verkalýðshreyfingarinnar. En betur má ef duga skal og nú er mikilvægt að allir axli ábyrgð í að viðhalda áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla