fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Handtekinn á Spáni eftir að hafa reynt að senda MDMA pakningu til Íslands

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. september 2024 11:05

Í fyrri pakkanum fannst Búdda stytta með fíkniefnum. Mynd/DGGC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur búsettur í spænsku borginni Marbella hefur verið handtekinn þar í landi eftir að hafa reynt að senda pakningu með MDMA til Íslands. Pakningar af fíkniefnum voru faldar inni í Búdda styttu og borði.

Greint er frá þessu í staðarmiðlinum Diario De Sevilla.

Í júlí síðastliðnum fann tollgæslan í borginni Sevilla fíkniefni í pakka sem var á leiðinni til Kólumbíu. Þegar pakkinn var opnaður fannst leirstytta af guðinum Búdda og þegar borað var inn í hana fannst 1,22 kíló af MDMA.

Ekki var vitað hver sendi pakkann en löggæsluyfirvöld í Sevilla fylgdust grannt með til að reyna að komast að því.

Í ágúst var önnur sending stöðvuð, sem löggæsluyfirvöld töldu vera svipaða og sú fyrri. En sú sending var á leiðinni til Íslands. Inni í pakkanum reyndist verða viðarborð með fölskum botni. Inni í borðinu fannst 3,02 kíló af MDMA.

Hægt var að rekja sendinguna til einstaklings sem er búsettur í borginni Marbella. Hann hefur verið handtekinn og er grunaður um smygl fíkniefna. Löggæsluyfirvöld hefa ekki útilokað fleiri handtökur í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“