fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Fréttir

Fjórtán ára drengur í haldi vegna skotárásar í skóla – „Það sem við sjáum fyrir aftan okkur í dag er illska“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. september 2024 19:00

Frá vettvangi í Apalachee skólanum. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir eru látnir og tugir særðir eftir skotárás í menntaskóla í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í morgun. Árásarmaðurinn er talinn vera fjórtán ára drengur.

Árásin átti sér stað í Apalachee menntaskólanum í bændum Winder, nálægt borginni Atlanta í Georgíu. Samkvæmt fréttastofunni CNN er einn í haldi. Talið er að það sé 14 ára drengur en ekki er vitað hvort hann sé nemandi í skólanum.

„Það sem við sjáum fyrir aftan okkur í dag er illska,“ sagði Jud Smith, lögreglustjóri, þegar hann ræddi við fréttamenn.

Talið er að um 30 hafi særst í árásinni og hafa að minnsta kosti 9 verið fluttir á spítala. Bæði er um að ræða fullorðna og börn.

„Við getum ekki haldið áfram eins og þetta sé venjulegt,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann gaf yfirlýsingu um árásina og vottaði aðstandendum samúð sína. „Eftir áratugi af aðgerðaleysi verða Repúblíkanar á Bandaríkjaþingi að segja: Nú er komið nóg, og vinna með Demókrötum að því að búa til eðlilega byssulöggjöf.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur
Fréttir
Í gær

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump
Fréttir
Í gær

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum