fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Það vakti athygli í síðustu viku þegar Efling greip til aðgerða við veitingastaðinn Ítalíu við Frakkastíg. Voru ítrekuð og endurtekin brot veitingamannsins Elvars Ingimarssonar gegn starfsfólki sögð ástæðan.

Birgir vísar í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem haft var eftir Sólveigu Önnu að hátt í 40 félagsmenn Eflingar hefðu leitað til stéttarfélagsins vegna kjarasamningsbrota og launaþjófnaðar. Sagði Sólveig Anna vandamálið stórt og kveðst hann taka undir með henni að enginn eigi að komast upp með þjófnað, hvort sem það er að hlunnfara launamenn eða annan þjófnað.

Sólveig segir Elvar ljúga – Skuldi skjólstæðingum Eflingar tvöfalt meira en hann viðurkennir

Það sem vakti aftur á móti athygli Birgis voru orð Sólveigar Önnu þess efnis að stjórnmálastéttin meðal annars hefði ekki sýnt neinn áhuga á að gera launaþjófnað refsiverðan. Birgir segir að hér verði hann að staldra við og upplýsa að Sólveig Anna fer með hrein ósannindi.

Birgir rifjar upp í grein sinni að í október 2020 hafi hann mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í greinargerð frumvarpsins sagði meðal annars að markmið þess væri að sporna við kjara­samn­ings­brot­um á vinnu­markaði og lagt til að Vinnumálastofnun yrði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt á atvinnurekanda teljist hann vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi hafa greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Þá var kveðið á um sektarákvæði í frumvarpinu upp á allt að fimm milljónir króna.

„Það er aug­ljós­lega alrangt hjá for­manni Efl­ing­ar að stjórn­mála­menn hafi ekki sýnt áhuga á að gera launaþjófnað refsi­verðan. Það sem er hins veg­ar rétt og satt í mál­inu er full­komið áhuga­leysi for­manns Efl­ing­ar á frum­varpi mínu,“ segir Birgir og bætir við að þegar hann lauk vinnu við frumvarpið hafi hann gert ítrekaðar tilraunir til að ná í formanninn, til þess að bera frumvarpið undir hana og fá ábendingar og athugasemdir.

„Ég sendi henni tölvu­póst og hringdi tvisvar á skrif­stofu Efl­ing­ar til að ná tali af henni. Ég gat þess að ég vildi kynna henni frum­varpið áður en ég legði það fram og bað um að þeim skila­boðum yrði komið á fram­færi við hana. Allt kom fyr­ir ekki, formaður­inn svaraði ekki tölvu­pósti og hringdi aldrei til baka. Eft­ir að frum­varpið var lagt fram á Alþingi sýndi Bylgj­an því áhuga og kynnti ég frum­varpið á þeim vett­vangi. Viðmæl­end­ur mín­ir á Bylgj­unni sýndu áhuga­leysi for­manns Efl­ing­ar Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur á frum­varp­inu áhuga og það hafa fleiri gert. Sýn­ist sum­um að það sé ekki sama hvaðan gott kem­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest
Fréttir
Í gær

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“