fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Nágrannaerjur í Kópavogi – Sætti sig ekki við að veggur væri brotinn niður og lögnum breytt

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 10. september 2024 13:00

Kópavogur. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð í máli þar sem eigandi hluta fjöleignarhúss í Kópavogi fór fram á tímabundna stöðvun framkvæmda sem eigandi annars hluta eignarinnar stóð fyrir en þær fólust meðal annars í því að rífa niður vegg og breyta neysluvatns- og hitalögnum. Vildi kærandinn í málinu að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar á meðan nefndin myndi kanna lögmæti þeirra en ekki var orðið við kröfunni.

Hinn ósátti eigandi á tvo matshluta í viðkomandi fasteign en sá sem fyrir framkvæmdunum stóð á einn hluta. Byggingarfulltrúi Kópavogsbæjar veitti hinum síðarnefnda leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 3. hæðar hússins og gera breytingar á neysluvatns- og hitalögnum.

Framkvæmdirnar snúast um að færa til herbergi, rífa niður vegg og gera lítilsháttar breytingar á neysluvatns- og hitalögnum. Byggingarfulltrúinn gaf út byggingarleyfi 7. ágúst síðastliðinn.

Hinn ósátti eigandi sem kærði framkvæmdirnar sagði að samþykki hans hefði þurft fyrir framkvæmdunum, í samræmi við ákvæði laga um fjöleignarhús. Vildi hann meina að burðarveggir séu séreign fjöleignarhúss og ef átt sé við burðarvirki þurfi samþykki allra eigenda. Fullyrti hann einnig að samkvæmt lögunum hafi einnig þurft samþykki hans fyrir tilfærslu á herbergjunum og breytingum á neysluvatns- og hitalögnum, Sagði hann að byggingarfulltrúinn hefði tekið undir þetta.

Of langt komnar

Eigandinn sem stenddur fyrir framkvæmdunum sagði meðal annars í sínum andsvörum að kæran hefði komið fram of seint. Vísaði hann einnig í lög um æurskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og sagði að samkvæmt þeim verði framkvæmdir að vera yfirvofandi eða hafnar til að hægt sé að stöðva þær en að umræddum framkvæmdum sé að stórum hluta lokið.

Nefndin minnti á að í lögum um hana sjálfa sé tekið fram að kæra fresti ekki réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar nema að veigamiklar ástæður liggi þar að baki. Sagði nefndin að slíkar ástæður væru ekki fyrir hendi í þessu máli. Framkvæmdunum sé að mestu leyti lokið en þær séu afturkræfar og því sé ekki þörf á því að stöðva þær tímabundið á meðan nefndin tekur málið fyrir til að skera úr um lögmæti framkvæmdanna.

Tekur nefndin þó sérstaklega fram að eigandinn sem stendur fyrir framkvæmdunum muni bera áhættu af úrslitum kærumálsins kjósi hann að halda framkvæmdunum áfram áður en niðurstaða nefndarinnar um lögmæti þeirra liggur fyrir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni

Fékk vægan dóm fyrir að kaupa vændi og misþyrma vændiskonunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Í gær

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið