fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Nýjasta verkefni Jóa Fel komið í loftið

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2024 17:30

Jóli Fel. Mynd: Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakarameistarinn Jóhannes Felixson, Jói Fel, hefur ekki setið auðum höndum í vætutíð sumarsins og í dag fór nýjasta verkefni hans í loftið, uppskriftavefurinn Eldabaka.is.

„Sem ég er búinn að vera með í kollinum í 10 ár, góðir hlutir gerast hægt. Það er ekki nema um 50 uppskriftir við opnun á síðunni en verða orðnar mörg hundruð eftir smá tíma. Endilega kíkið og deilið og njótið vel nú bara allir að elda og baka,“ segir Jói í færslu á Facebook.

Um miðjan júní lokaði veitingastaðurinn Felino sem Jói sá um daglegan rekstur á og var andlit staðarins. Þrátt fyrir vinsældir staðarins gekk dæmið ekki upp. 

Sjá einnig: Eigendur Felino ákveða að loka og Jói Fel kynnir nýtt verkefni – „Við erum að ræða við birgja og ganga frá okkar málum“

Í samtali við DV þá sagði Jói frá nýja verkefninu. Elda baka er uppskriftasíða á netinu og netsjónvarp í áskrift. „Lifandi uppskriftabók“ eins og Jói kallar hana.

„Ég er að skrifa lifandi netuppskriftabók, bók sem verður lifandi á netinu. Ég er búinn að stofna fyrirtæki sem heitir „Elda baka“ og er að opna heimasíðu. Þarna verða lifandi myndskeið í anda gömu sjónvarpsþáttanna minna. Þetta verður opnað eftir sirka mánuð. Þetta verður áskriftarsíða og verður mín aðalatvinna. Ég ætla að kynna nýja uppskrift næstum því á hverjum degi og þetta verður þannig síða að þarna finnurðu bókstaflega allt sem þú þarft að gera í eldhúsinu heima hjá þér. Hagkaup er aðalstyrktaraðili enda hef ég unnnið með þeim í 40 ár. Þetta eru matreiðsluþættir á netinu þar sem þú lærir allt og sérð allt sem þú þarft að gera í eldhúsinu.“

Réttunum er skipt í sex flokka, forréttir, aðalréttir, eftirréttir, pastaréttir, brauð og bakstur og að lokum annað og meira. Ársáskrift kostar 4.990 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“

Neita að fjarlægja nemanda úr skólanum eftir ásökun um kynferðisbrot gegn skólasystur sinni – „Líður eins og verið sé að refsa henni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“

Mótmæla harðlega Oktoberfest Stúdentaráðs – „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands“