fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Sindri óskar eftir upplýsingum vegna innbrots í verslun bróður hans – „Þetta er sorgarástand sem þarf að taka á“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. júní 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu brutust þrír karlmenn inn í sérverslunina OTS Outdoor Tactical Sport, að Smiðjuvegi 4 í Kópavogi, og stálu töluvert miklu af verðmætum. Húðflúrarinn Sindri Daði Rafnsson birti myndefni úr eftirlitsmyndavélum af innbrotinu á Facebook-síðu sinni og óskar eftir ábendingum frá sem kunna að hafa upplýsingar um málið.

Sindri segir í samtali við DV að allar ábendingar sem þeir hafi fengið hnígi í þá átt að brotamennirnir séu glíma við fíknisjúkdóm. Innbrotið hafi ekki verið fagmannlega framkvæmt en þó að einhverju leyti undirbúið, vill hann þá ekki upplýsa hvað var viðvaningslegt við innbrotið:

„ Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið vel planað en þeir hafa komið þarna inn og skannað búðina. Þetta eru menn í fíknivanda, allar ábendingar sem við höfum fengið benda til þess.“

Málið er í rannsókn lögreglu. „Við höfum fengið hellingsviðbrögð en við vitum svo sem ekki neitt ennþá og höfum í rauninni bara komið upplýsingum á lögregluna.“

Þjófarnir tóku meðal annars gleraugu, útivistarhnífa og vasaljós. „Þetta eru allt sérvörur, mjög dýrar vörur,“ segir Sindri. Tjónið er verulegt.

Sindri rekur afbrot af þessu tagi til þess að skrúfað hafi verið fyrir skaðaminnkandi úrræði læknisins Árna Tómas Ragnarssonar sem skrifaði út hæfilega skammta af morfínsskyldum lyfjum fyrir fólk í fíknivanda uns landlæknir felldi lyfjaávísanaleyfi hans úr gildi.

„Þetta er þessi faraldur sem varð eftir að lyfjunum var kippt af þessu fólki. Ég á mína fortíð og þekki fólk sem er að þjást þarna úti, ég er sjálfur að reka verslun niðri á Laugavegi og sé þetta dagsdaglega og er í miklum samskiptum við þetta fólk. Það er verið að kippa fótunum undan þessu fólki, margir eru komnir í harða neyslu og eru að reyna að bjarga sé á svörtum markaði með lyfjanotkun og halda sér frá sterkari efnum sem eru að drepa þau. Það er kristaltært að þetta er ástæðan.“

Sindri segir þetta ástand vera sorglegt. „Þetta er leiðinlegt ástand að horfa upp á.“

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið geta haft samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eða sent Sindra skilaboð í gegnum Facebook-síðu hans.

Sindri segir að hann og bróðir hans séu alls ekki í hefndarhug og hafi ekki trú á refsigleði. Fólki í fíkn þurfi að koma til hjálpar. „Við viljum ekki að þetta komi fyrir aftur. Það var brotist inn á tattoo-stofuna mína fyrir tveimur árum og ég fann þann gaur og bauð honum að koma og taka á mig níunda sporið þegar rynni af honum. Hann skilaði öllu. Ástæðan fyrir innbrotinu var eingöngu sú að það var snjóstormur úti og hann var að leita sér að skjóli en svo datt hann í lukkupott. Þetta er sorgarástand sem þarf að taka á, þetta er ekki fólk sem hefur gaman af því að gera þetta heldur fólk sem þjáist og er bara að reyna að ströggla í gegnum daginn.“

Fréttinni hefur verið breytt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir