fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Sigursteini ofboðið: „Þessi þjóð hlýtur að vera betri en þetta!“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson, fjölmiðla- og kvikmyndagerðarmaður, segir það vera algjörlega með ólíkindum hvernig sumt fólk getur hagað sér.

Hann gerir færslu tónlistarmannsins Bubba Morthens í gær að umtalsefni á Facebook-síðu sinni en í henni lýsti Bubbi hótunum sem hann hefur fengið eftir að hann lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum.

DV sagði frá færslu Bubba en í henni sagði hann að netofbeldið sem beint er gegn stuðningsfólki Katrínar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. Í færslunni sagði Bubbi meðal annars:

„Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér? Dæmi: Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin? Söngstu ekki um hommana, viðbjóðurinn þinn? Ertu að móti þeim núna? Og margt fleira sem er ekki hafandi eftir. Þetta er stöðugt áreiti frá því að ég lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar.“

Sigursteinn tekur undir með Bubba og lýsir áhyggjum sínum af orðræðunni hér á landi. Hann segir:

„Það er satt best að segja fríkað hvernig fólk, sem venjulega er talið málsmetandi, leyfir sér að láta í aðdraganda kosninganna á laugardag. Það er engu líkara en að Ísland sé einræðisríki þar sem misskipting er meiri en nokkurs staðar í veröldinni, kynjamisréttið algjört, réttindi minnihlutahópa gjörsamlega fótum troðin og svo mætti lengi telja. Þessu er í rauninni þveröfugt farið. Misréttið mælist nefnilega hvergi minna í heiminum en á Íslandi þótt auðvitað sé endalaust verkefnum að sinna og hluti að laga. Þó það nú væri!“

Sigursteinn spyr hvað það eigi að þýða að ausa svívirðingum yfir Bubba fyrir það eitt að lýsa sinni lýðræðislegu afstöðu.

„Hvernig væri nú að fólk sýndi lágmarkskurteisi, mannasiði og fagni þeirri lýðræðisveislu sem frjálsar kosningar eru? Það er engin ögurstund í vændum í þessum íslensku kosningum. Það er ekki verið að kjósa forseta Bandaríkjanna heldur persónu sem getur kynnt Ísland á alþjóðavettvangi og séð til þess að starfhæf ríkisstjórn sé í landinu. Burt með skítkastið og sleggjudómana, dónaskapinn og níðið. Þessi þjóð hlýtur að vera betri en þetta!“

Bubba ofboðið eftir allt hatrið – „Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“