fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Fjórði framkvæmdastjóri Siðmenntar á tveimur árum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 20:30

Guðrún Þóra Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Þóra Arnardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lífskoðunarfélagsins Siðmenntar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu félagsins.

Guðrún hefur gegnt starfi verkefnastjóra athafnaþjónustu hjá félaginu síðastliðið ár. Hún er menntaður lögfræðingur frá HÍ. Hún hefur áður starfað sem vef- og markaðsstjóri Sorgarmiðstöðvar og var stjórnarmeðlimur og varaformaður Barnaspítalasjóðs Hringsins. Guðrún Þóra hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og félagsstörfum við markaðsmál og framþróun félaga.

Eyjólfur Örn Snjólfsson sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fyrr í mánuðinum. Hafði hann gegnt starfinu í eitt ár. Á undan honum var Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri félagsins í sjö mánuði og hætti síðan störfum. Framkvæmdastjóri á undan henni var Siggeir Ævarsson en hann var rekinn árið 2022.

DV fjallaði nokkuð um væringar innan félagsins í fyrravor.

Sjá einnig: Grafalvarleg staða hjá Siðmennt – Kolsvört útkoma á rekstri síðasta árs – „Ég er í raun eitt stórt spurningarmerki“

Var þar fjallað um mikla óánægju Siggeirs með uppsögn sína og um erfiða fjárhagsstöðu félagsins. Tap varð á rekstrinum upp á rúmlega 7,5 milljónir króna árið 2022. Mikill bati hefur orðið á rekstrinum undir stjórn Eyjólfs en samkvæmt heimildum DV er samskiptavandi talinn eiga hlut í uppsögn hans.

Í svari við fyrirspurn frá DV sagði Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, að hún gæti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál en staðfesti að Eyjólfur hefði sagt upp störfum og Guðrún tekið við starfinu. Aðspurð sagði hún einnig að rekstur félagsins hefði batnað og vísaði í ársreikning. Töluverður hagnaður varð á rekstri félagisns árið 2023 en ársreikninginn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun