fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Fréttir

Bálreið eftir að American Airlines kenndu 9 ára dóttur þeirra um ógeðfelld brot flugþjónsins – „Ég er bara kjaftstopp“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugþjónn American Airlines,  Estes Carther Thompsons, var handtekinn í janúar eftir að hann var staðinn að verki að reyna að mynda klósettferð unglingsstúlku í háloftunum. Málið kom upp í september á síðasta ári í flugi frá Norður-Karólíu til Boston. Thompson hafði boðið stúlkunni að nota salernið á fyrsta farrými. Hann fylgdi henni að salerninu, en fór þó inn á undan henni og lokaði að sér. Þegar stúlkan var komin inn sá hún að undir límmiðum sem höfðu verið festir undir klósettsetuna var falið símtæki með upptöku í gangi. Stúlkan tók mynd af símtækinu og tilkynnti svo föður sínum um málið.

Faðir hennar brást ókvæða við og fór svo að Thompson læsti sig inni á salerni þar til flugvélin lenti. Á flugvellinum fannst símtækið í fórum hans sem og límmiðar líkt og þeir sem höfðu verið notaðir til að fela upptökuna. Hann hafði þó náð að hreinsa allt út af síma sínum. Rannsókn lögreglu leiddi þó í ljós að myndefnið var enn til í skýjageymslu símans og að unglingsstúlkan var ekki eini þolandinn. Talið er að þolendur séu minnst fjórir talsins. Sú yngsta aðeins 7 ára gömul.

Thompson hefur verið ákærður fyrir tilraun til barnaníðs og fyrir vörslur á barnaníðsefni. Hins vegar telja foreldrar þolenda ljóst að ábyrgð flugfélagsins sé töluverð og hafa fjölskyldur minnst tveggja þolenda höfðað mál gegn American Airlines.

Einn þolandi er í dómskjölum kölluð Mary Doe, en það er ekki hennar rétta nafn. Hún er aðeins 9 ára gömul og ein af þolendum Thompsons. Hann tók hana upp á salerni flugvélar snemma á síðasta ári. Foreldrar hennar hafa höfðað skaðabótamál gegn American Airlines og lagði flugfélagið nýlega fram varnir sínar. Þar er sú umdeilda leið farin að kenna stúlkunni um brotið. Segir í vörnum félagsins að allt tjón eða allur miski sem stúlkan hafi mögulega hlotið sökum athæfis Thompson hafi verið henni sjálfri að kenna. Hún hefði átt að taka eftir símtækinu undir klósettsetunni enda var það illa falið og kveikt á ljósinu.

Foreldrar stúlkunnar eru bálreið yfir þessu útspili en lögmaður þeirra telur ljóst að American Airlines sé hér með búið að afhjúpa eigið siðleysi. Lögmaðurinn, Paul Llewellyn segir í samtali við New York Post: „Ég er bara kjaftstopp enda nær þetta ekki nokkurri átt. Að kenna 9 ára barni um að hún hafi verið tekin upp á klósettinu er málsvörn sem hrópar örvænting og siðspilling“. Þessi málsvörn sé ekki síst undarleg í ljósi þess að fleiri þolendur hafa stefnt flugfélaginu og í þeim málum hafi flugfélagið ekki farið þá leið að kenna ólögráða börnum um brot fullorðins flugþjóns gegn þeim.

Flugfélagið hefur þó eins reynt að firra sig ábyrgð með því að vísa til þess að brot Thompson tengist ekki störfum hans fyrir flugfélagið beint. Hann hafi farið langt út fyrir starfslýsingu sína og þar með geti brotin ekki verið tengd við starf hans sem flugþjónn, jafnvel þó þau hafi farið fram í háloftunum.

Sjá einnig:Handtóku flugþjón American Airlines sem myndaði barnungar stelpur á flugvélarklósettum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi
Fréttir
Í gær

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Í gær

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“