fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þórhallur segir kristna ofsótta en fá litla samúð – „Auðveldara að sparka í þá sem enginn tekur upp hanskann fyrir“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 12:00

Þórhallur hefur áhyggjur af ofsóttum kristnum víða um heim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Þórhallur Heimisson, prestur og rithöfundur, segir kristið fólk ofsótt víða um heim en fái litla samúð. Baráttuhópar sem vanalega taki upp hanskann fyrir lítilmagnann horfi fram hjá þessu og „barnalegir fjölmiðlamenn“ taki undir háðsglósur öfgamanna.

Þetta segir Þórhallur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þórhallur býr í Svíþjóð og hefur lengi látið sig samfélagsmál varða. Þá hefur hann einnig vakið athygli fyrir hjónanámskeið.

Kristnir í útrýmingarhættu

Í greininni vísar Þórhallur í bók John L. Allen sem kallast „Hið hnattræna stríð gegn kristninni“, eða „The Global War on Christians“ á frummálinu. Samkvæmt henni beinast um 80 prósent allra trúarbragðaofsókna heimsins gegn kristnum minnihlutahópum.

„Kristnir eru opinberlega ofsóttir í 139 löndum,“ segir Þórhallur. „Tugþúsundir kristinna falla í ofsóknum á hverju ári um víða veröld. Hundruð þúsunda eru í fangelsi vegna trúar sinnar. Margar kirkjudeildir þar sem áður stóð vagga kristninnar verða fyrir beinum ofsóknum og „hreinsunum“.“

Þar á meðal megi nefna kirkjudeildir í bæði Sýrlandi og Írak.

„Með ofbeldi er reynt að hrekja hina kristnu á brott frá heimahögum sínum. Ef fram fer sem horfir verður kristnum útrýmt á þessum svæðum. Þeir þurfa því á bráðri hjálp að halda þar sem þeir eru, og það strax,“ segir Þórhallur.

Hindúar stundi mestu ofsóknirnar

Þá sæti kristnir einnig ofsóknum víða í Asíu og um miðbik Afríku. Þórhallur segir sterk öfl reyna að mála mynd af einhvers konar trúarstyrjöld á milli múslima og kristinna. Það sé hins vegar afbökun á hinni raunverulegu stöðu. Aðeins brot af múslimum taki þátt í þessum ofsóknum. Mestar ofsóknirnar séu stundaðar af hindúum í norðurhluta Indlands og þá hefur kommúnistastjórnin í Norður Kóreu látið myrða um 300 þúsund kristna. Fjórðungur þeirra sem eftir lifi séu látnir dúsa í fangabúðum.

„Baráttuhópar á Vesturlöndum, sem venjulega hafa sig í frammi þegar taka þarf upp hanskann fyrir lítilmagnann víða um heim, láta sig ofsóknirnar litlu skipta. Margir kirkjuleiðtogar þegja einnig þunnu hljóði,“ segir Þórhallur. „Um leið og talið berst að kristninni og ofsóttum kristnum minnihlutahópum er eins og margir sjái fyrir sér heimsvaldastefnu 19. aldar, krossferðirnar og nýlenduveldin og kirkjur þeirra. Menn vilja ekki kannast við að kirkjan í dag eða kristnir einstaklingar geti verið kúgaður og ofsóttur minnihlutahópur.“

Margar af þessum kirkjudeildum eigi sér djúpar rætur í viðkomandi löndum, svo sem í Indlandi þar sem kirkja hefur verið starfrækt síðan á fyrstu öld.

Ramadan-hlátur RÚV

„Barnalegir fjölmiðlamenn á Vesturlöndum átta sig ekki á þessu og taka undir háðsglósur öfgamanna. En þora ekki að gera grín að þeim. Hvenær kemur t.d. Ramadan-hlátur RÚV? Líklega seint,“ segir Þórhallur. „Ekki það að ég óski eftir slíku. En það er greinilega auðveldara að sparka í þá sem enginn tekur upp hanskann fyrir.“

Til að skilja þær ofsóknir sem kristnir minnihlutahópar verði fyrir þurfi fólk að horfa fram hjá millistéttinni og hinum velmegandi sem sækji kirkju á sunnudögum í Róm og Reykjavík.

„Við verðum líka að hætta að líta á þetta fólk sem fulltrúa einhverra trúarbragða. Við verðum að sjá það eins og það sem það er; ofsóttur minnihlutahópur í útrýmingarhættu,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt