fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 26. apríl 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrund Pétursdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Sigríður tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í morgun en hún náði ekki tilskyldum fjölda meðmæla innan veittra tímamarka.

„Það er með þakklæti og auðmýkt sem ég dreg framboð mitt til embættis forseta Íslands til baka þar sem tilskyldum fjölda meðmæla hefur ekki verið náð innan veittra tímamarka. Öllum meðmælum hefur verið eytt, rafrænum sem og á pappír.“

Sigríður kveðst þakklát meðmælendum sínum fyrir traustið, hvatninguna og tækifærið sem þau veittu henni.

„Enn fremur langar mig að taka fram að á ferðum mínum um landið hefur verið vel á móti mér tekið í hvívetna og ég verið aufúsugestur hvar sem mig hefur borið að garði. Það segir margt um okkar einstöku þjóð.“

Þá sendir Sigríður meðframbjóðendum sínum hvatningar-, þakklætis- og stuðningskveðjur á sinni vegferð.

„Það er einstakt að búa í landi sem leyfir virkt lýðræði og tjáningarfrelsi. Að geta staðið upp og stigið fram eru mannréttindi sem við eigum að vernda með því að iðka – átakalaust. Framundan eru áhugaverðar vikur þar sem þjóðin fær að kynnast fjölbreyttum frambjóðendum ítarlega. Það er einlæg ósk mín að við samgleðjumst og tökum fagnandi á móti hugrökku fólki með mildi og styrk að leiðarljósi,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“