fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 13:58

Fiala tilkynnti tíðindin í heimsókn til Washington í vikunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins hefur tekist að fjármagna kaup á 500 þúsund sprengjuskot fyrir stórskotalið Úkraínuhers. Verkefnið er að frumkvæði Tékka en fjölmörg ríki, þar á meðal Ísland, tóku þátt í því.

Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, tilkynnti á þriðjudag að fjármögnuninni væri lokið. 20 ríki hefðu veitt fjármagn til þess að kaupa skotfærin fyrir Úkraínuher sem hefur nú varist innrás Rússa í rúmlega tvö ár.

Upphaflega var ætlunin að kaupa eina milljón sprengjuskota fyrir Úkraínu en framboðið og framleiðslugetan bauð ekki upp á það.

„Ég er glaður núna, um tuttugu ríki hafa tekið þátt í verkefninu okkar. Allt frá Kanada, Þýskalandi, Hollandi og til Póllands. Þökk sé ríkjunum getum við núna veitt 500 þúsund sprengjuskot. Við trúum því að fleiri sendingar munu fylgja í kjölfarið,“ sagði Fiala. Afhendingin á fyrstu skotunum fer fram í júní.

Á meðal annarra ríkja sem taka þátt má nefna Belgíu, Danmörku, Finnland, Lúxemborg, Noreg, Portúgal, Slóveníu og Ísland. En Íslendingar greiddu 300 milljónir króna.

„Ég vil sérstaklega taka það fram að það verður framhald á verkefninu. Takmark okkar er að búa til langtíma kerfi þar sem skotfærum fyrir stór vopn verður komið áleiðis. Þetta mun skipta máli á víglínunni,“ sagði Fiala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings