fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fréttir

Þörf á annarri umferð í biskupskjöri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri umferð kosninga um embætti biskups Íslands er lokið og þar sem enginn frambjóðandi halut meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Þeir eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar.

Þar kemur fram að kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl og lauk kosningunni á hádegi í dag 16. apríl.

Þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:

Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97 prósent.

Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11 prósent.

Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48 prósent.

Á kjörskrá voru 2286 og greiddu 1825 átkvæði eða 79,83 prósent.

Átta tóku ekki afstöðu.

Eins og áður segir kemur fram í tilkynningunni að þar sem enginn frambjóðandi fékk meiri hluta greiddra atkvæða verður kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Stefnt er að því að seinni umferð kosninganna hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Bongóblíða í höfuðborginni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda