fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Slaufaður knapi endurreistur – Brottrekstur úr landsliði dæmdur óheimill

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 11:00

Jóhann Rúnar Skúlason. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll ÍSÍ komst nýlega að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga (LH) hafi verið óheimilt hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum þann 31. október árið 2021.

Jóhanni var vísað úr landsliðinu í kjölfar fréttaskrifa Mannlífs um mál hans. Þar var grafið upp að Jóhann var árið 1994 sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir brotið. Í yfirlýsingu LH frá þeim tíma er Jóhanni var vísað úr landsliðinu segir meðal annars:

„Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“

Ákvörðun LH byggði á 38.1 laga ÍSÍ en þar segir:

„Framkvæmdastjórn ÍSÍ í þeim greinum, sem ÍSÍ er sérsamband fyrir, og stjórnir sérsambanda, í sínum greinum, geta kveðið upp óhlutgengisúrskurði yfir íþróttamönnum, sem brotlegir eru, en skylt er að skjóta slíkum úrskurðum til Dómstóls ÍSÍ sem ber þegar að taka slík mál fyrir.“

Í dómi áfrýjunardómstóls ÍSÍ er hins vegar ekki fallist á að sérsambönd geti ákveðið með vísan til þessarar greinar að viðkomandi skuli sæta varanlegri brottvikningu hljóti hann dóm vegna ofbeldis eða kynferðisbrots. Slík ákvörðun geti einungis vera í höndum dómstóla ÍSÍ en krafa um að Jóhann verði útilokaður frá þátttöku í landsliðsverkefnum hafi ekki komið inn á borð dómstóla ÍSÍ. „Verður ákvörðun stefnda ekki skilin á annan veg en að stefndi hafi ákveðið á grundvelli lagaheimilda sem gilda innan sérsambandsins að útiloka áfrýjanda frá keppni án tilgreiningar á tímalengd útilokunar. Ekki eru fyrir hendi lagaheimildir fyrir slíkri ákvörðun,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Ákvörðun LH um að brottvísa Jóhanni úr landsliðsverkefnum er felld út gildi.

Lögmaður Jóhanns harðorður

Lögmaður Jóhanns, Þorsteinn Einarsson, fer hörðum orðum um ákvörðun LH í málinu, í viðtali við mbl.is í gærkvöld. Hann segir að ómálefnaleg metoo-sjónarmið hafi ráðið för. „Í stuttu máli sagt var hon­um vikið úr landsliðinu vegna sex mánaða skil­orðsbund­ins dóms er gekk á ár­inu 1994 – dóms sem ákæru­valdið var sátt við og hvor­ug­ur aðili áfrýjaði,“ seg­ir Þor­steinn.

Þorsteinn segir ennfremur:

„Það and­rúms­loft sem ríkti á þess­um tíma réð refsi­kenndri ólög­mætri ákvörðun sam­bands­ins og er miður að menn skuli hafa látið þau sjón­ar­mið ráða á kostnað rétt­inda um­bjóðanda míns, sem meðal ann­ars njóta vernd­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar. Slík­ar ákv­arðanir verði að stand­ast stjórn­ar­skrá, lands­lög, lög sam­bands­ins og ÍSÍ og svo­kölluð met­oo-sjón­ar­mið hafi enga þýðingu enda um ólög­mæt og ómál­efna­leg sjón­ar­mið að ræða.“

Þorsteinn gagnrýnir einnig harðlega ummæli sem Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari og landsliðseinvaldur LH, lét falla í viðtali við Vísir.is árið 2021, um brotið sem Jóhann var dæmdur fyrir árið 1994. Þar sagði Sigurbjörn: „Nú væri tekið miklu strang­ar á þessu en á þess­um tíma. Þetta er voðal­ega væg­ur dóm­ur miðað við eðli brots­ins.“

Segir Þorsteinn fráleitt að ólöglærðir menn séu að leggja mat á dóm frá árinu 1994 og að landsliðsleinnvaldur sé með yfirlýsingar um að dómurinn hafi verið of vægur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Í gær

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki