fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 18:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitinga- og athafnamaðurinn Kristján Ólafur Sigríðarson hefur verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, og þarf að greiða rúmlega 87 milljón króna sekt vegna skattsvika. 

Kristján Ólafur er rekstrarstjóri mathallar sem mun opna á Glerártorgi, Akureyri, í byrjun sumars. Áður kom hann að stofnun og rekstri Borg22 Mathallar í Borgartúni og Wok On. Hann rekur í dag veitingastaðinn Brand Vín&Grill ásamt fleirum.

Mál ákæruvaldsins gegn Kristjáni varðaði tíma hans í einkahlutafélaginu MK Capital, en Kristján var þar daglegur stjórnandi og prókúruhafi fram til sumarsins 2019, en eftir þann tíma var hann varamaður í stjórn. Félagið hefur í dag verið afskráð.

Brotin áttu sér stað á tilgreindu tímabili 2019 en Kristján var sakaður um að hafa ekki skilað virðisaukaskattskýrslu á lögmæltum tíma, ekki skilað virðisaukaskatt í ríkissjóð, ekki skilað staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna og eins var hann sakaður um að hafa skilað röngum skattframtölum gjaldárin 2018, 2019 og 2020 með því að vantelja tekjur um rétt tæpar 60 milljónir.

Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf í maí 2020 rannsókn á skilum MK Capital. Málinu var svo vísað til Skattsins til endurákvörðunar opinberra gjalda í janúar 2021 en þá höfðu eignir Kristjáns verið kyrrsettar. Skattrannsóknarstjóri komst að þeirri niðurstöðu að Kristján hefði vanframtalið tekjur sínar á þremur framtölum um tæpar 60 milljónir. Var tekjuskattur og útsvar endurákvarðað í samræmi við það. Skattrannsóknarstjóri sendi jafnframt mál hans til héraðssaksóknara.

Í skýrslugjöf hjá héraðssaksóknara sagðist Kristján ekki muna eftir því hver gerði framtölin hans. Hann sagðist ekki átta sig á um hvað málið snerist þar sem hann hefði þegar fengið sekt vegna málsins og hafi þegar greitt meirihluta hennar. Hann kaus í framhaldinu að tjá sig ekki frekar. Við þingfestingu neitaði hann svo alfarið sök, en breytti afstöðu sinni við aðalmeðferð.

Hann gekkst við því að hafa fengið annan mann sumarið 2018 til að taka við stjórn félagsins þar sem reksturinn stefndi í þrot. Hann gekkst við að hafa skilað röngum skattframtölum og gerði ekki athugasemdir við fjárhæðir í ákæru. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi væri að ræða.

Dómari rakti að Kristján væri sakaður um meiriháttar brot á skattalögum. Það auki á saknæmi brotanna að Kristján hafi fyrst haldið því fram í skýrslutöku að annar maður bæri ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, þegar hið rétta væri að hann gerði það sjálfur. Væri sannað að um ásetning hafi verið að ræða og brotin stórfelld.

Hæfileg refsing væri níu mánaða fangelsi sem væri skilorðsbundið til þriggja ára. Samhliða þarf Kristján að greiða fésekt til ríkissjóðs, 87,4 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt