fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Pétur Jökull handtekinn – Var eftirlýstur af Interpol

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 14:00

Pétur Jökull.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hefur Pétur Jökull Jónasson, sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir, verið handtekinn. Tilkynning Interpol, þar sem Pétur var eftirlýstur, hefur verið tekin niður.

Von er á tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið fljótlega.

Lögreglan hefur viljað ná tali af Pétri vegna meintra tengsla hans við stóra kókaínmálið, sem leiddi til þungra fangelsisdóma í fyrra. Snerist málið um tilraun til innflutnings á rétt tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu. Lögregluyfirvöld höfðu veður af glæpnum og voru efnin haldlögð í Rotterdam í Hollandi, þar sem flutningaskipið sem lagði upp frá Brasilíu hafði viðkomu, og skipt út fyrir gerviefni.

Fjórir menn voru sakfelldir í málinu og hlutu þunga dóma. Þetta voru þeir Páll Jónsson, sem hlaut tíu ára fangelsi, Birgir Halldórsson fékk átta ára fangelsi, Daði Björnsson fékk sex og hálfs árs fangelsi, og Jóhannes Páll Durr hlaut sex ára fangelsi.

Mennirnir fjórir höfðu lítið sem ekkert gerst brotlegir við lög fyrr, svo vitað væri. Þótti ljóst af ákæru málsins, sem og allri málsmeðferð, að þeir voru ekki höfuðpaurar í málinu.

Sú spurning er áleitin hvort Pétur Jökull sé einn höfuðpaura í málinu en það liggur ekki ljóst fyrir.

Pétur Jökull á langan brotaferil að baki. Hann á einnig að baki feril í tónlist og var um skeið hljómborðsleikari í Dr. Mister Mister Handsome.

Uppfært kl. 15:35:

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá lögreglu um málið:

„Pétur Jökull Jónasson, sem var eftirlýstur hjá Interpol, var í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn við komuna til landsins í gær og færður samdægurs fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fyrrnefndur úrskurður var kveðinn upp.

Eftirlýsingin hjá Interpol var birt að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kg af kókaíni frá Brasilíu til Íslands.  Rannsókn á nefndum innflutningi var unnin á vegum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurnesjum og embætta ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“