fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fréttir

Íslendingur dreginn fyrir dóm út af fölsuðum peningaseðli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. febrúar næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem höfðað hefur verið gegn Reykvíkingi á fertugsaldri. Manninum er gefið að sök að hafa greitt fyrir vörur í Nettó að Fiskislóð 3 með fölsuðum tíu þúsund króna seðli.

Atvikið átti sér stað föstudaginn 3. júní árið 2022. Segir í ákæru að maðurinn hafi vitað eða haft grun um að tíu þúsund kallinn væri falsaður.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Við peningafalsi liggur allt að tveggja ára fangelsi en einnig segir um þetta í hegningarlögum (151. og 152. grein almennra hegningarlaga) að beita megi sektum eða láta refsingu falla niður ef málsbætur eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark
Fréttir
Í gær

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu
Fréttir
Í gær

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Biskupstungnabraut

Banaslys á Biskupstungnabraut