fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingur dreginn fyrir dóm út af fölsuðum peningaseðli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. febrúar næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem höfðað hefur verið gegn Reykvíkingi á fertugsaldri. Manninum er gefið að sök að hafa greitt fyrir vörur í Nettó að Fiskislóð 3 með fölsuðum tíu þúsund króna seðli.

Atvikið átti sér stað föstudaginn 3. júní árið 2022. Segir í ákæru að maðurinn hafi vitað eða haft grun um að tíu þúsund kallinn væri falsaður.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Við peningafalsi liggur allt að tveggja ára fangelsi en einnig segir um þetta í hegningarlögum (151. og 152. grein almennra hegningarlaga) að beita megi sektum eða láta refsingu falla niður ef málsbætur eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu