fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Íslendingar bregðast við dauða Navalny: „Sorgardagur fyrir mannkynið“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 16. febrúar 2024 14:11

Alexei Navalny er mörgum harmdauði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fregnir af dauða rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hafi vakið hörð viðbrögð úti í heimi og eins hér á landi. Navalny var harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hafði hann gagnrýnt stjórnarhætti hans ítrekað. Stuðningsmenn hans munu vafalítið beina spjótum sínum að Pútín og rússneskum yfirvöldum í kjölfar andlátsins.

Navalny afplánaði fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Í febrúar 2022 var hann dæmdur í níu ára fangelsi og í ágúst síðastliðnum bættust nítján ár við dóminn. Mannréttindasamtök víða um heim höfðu gagnrýnt þá meðferð sem Navalny hlaut í Rússlandi.

Hræðilegt og óbærilegt

Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, segir það engum vafa undirorpið hver ber ábyrgð á dauða Navalny.

„Þar drap Pútin Navalny. Ótrúlega sorglegt að það smámenni hafi náð að drepa svo hugrakkan mann,“ segir Illugi á Facebook-síðu sinni og taka margir undir.

„Óbærilegt, ekkert annað,“ segir leikkonan og eiginkona Illuga, Guðrún S. Gísladóttir. „Algjörlega hræðilegt og óþolandi,“ segir Hrönn Eggertsdóttir. „Þyngra en tárum taki,“ segir Laufey Waage.

„Hryllingur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason við færslu Illuga en hann skrifar svo færslu á eigin síðu þar sem hann segir: „Dauði Navalnys er skelfileg frétt. Minnir á fólskuverk Stalínstímans. Maður er skekinn.“

Undir það tekur Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari og tónskáld. „Ein bjartasta rödd frelsis og réttlætis drepin. Sorgardagur fyrir mannkynið,“ segir hann.

Hörð viðbrögð um heim allan

Navalny hafði mátt þola ýmislegt áður en hann lést en hann veiktist hastarlega árið 2020 og honum vart hugað líf. Hann var hins vegar fluttur á sjúkrahús í Þýskalandi þar sem læknar sögðu allt benda til þess að hann hefði orðið fyrir einhvers konar eitrun. Eftir að hann sneri aftur til Rússlands var hann handtekinn og réttað yfir honum þar sem hann var að lokum dæmdur til langrar fangelsisvistar.

Navalny var harður andstæðingur Pútíns og fletti meðal annars ofan af spillingu sem tengdist forsetanum.

Dauði Navalny hefur vakið mikla athygli og sagði Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á samfélagsmiðlinum X að dauði Navalny væru skelfilegar fréttir.

Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák var einnig ómyrkur í máli á X, og sagði að Pútín hefði mistekist að drepa Navalny með eitri. Þess í stað hafi hann drepið hann hægum dauðdaga fyrir allra augum í fangelsi. „Hann var drepinn fyrir að opinbera Pútín og mafíu hans sem þá þjófa og bófa sem þau eru. Hugur minn er hjá eiginkonu og börnum þessa hugrakka manns.“

Hér má sjá brot af umræðunni á X:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi