fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur segist ekki hafa verið kallaður leðurhommi eða BDSM-lögmaður

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 08:02

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fréttaflutning Morgunblaðsins af þorrablóti Stjörnunnar um liðna helgi.

Greint var frá því á þriðjudag að Vilhjálmur hefði gert athugasemd við uppistand Helga Brynjarssonar, sonar Brynjars Níelssonar, á umræddu þorrablóti.

Í umfjöllun Smartlands, sem tilheyrir Morgunblaðinu og mbl.is, var Helgi annars vegar sagður hafa kallað Vilhjálm „leðurhomma“ og hins vegar „BDSM-lögmann“.

Sjá einnig: Brynjar hæðist að Vilhjálmi eftir uppákomuna á þorrablótinu – Nýjasti kaflinn í erjum þeirra

Vilhjálmur gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í morgun.

„Í Mogganum í fyrradag var bein tilvitnun í starfsmann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og haft eftir honum í fyrirsögn „Það er BDSM-lögmaður að trufla showið mitt”. Stuttu áður (71 mínútu) hafði Mogginn birt sömu frétt með beinni tilvitnun í sama mann með fyrirsögninni „Það er einhver leðurhommi að að trufla showið mitt”.“

Vilhjálmur segir að Mogganum sé að sjálfsögðu frjálst að breyta fyrirsögnum á eigin fréttum eins og honum sýnist. Hins vegar vandist málið þegar fyrirsögn er ætlað að vera bein tilvitnun í orð annarra.

„Því þá vaknar sú spurning hvað viðkomandi, í þessu tilviki starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í raun og veru: A) Það er einhver leðurhommi að trufla showið mitt? B) Það er BDSM-lögmaður að trufla showið mitt? eða C) Hvorugt? (sem er rétt, ég var á staðnum),“ segir hann.

Vilhjálmur segir í grein sinni á Vísi að eftir standi hvers vegna maðurinn sem vísað er til í beinni ræðu í fyrirsögn fréttarinnar breyttist úr „leðurhomma“ í „BDSM-lögmann“ á rúmri klukkustund eftir birtingu fréttarinnar og fjórum dögum eftir að ummælin áttu að hafa fallið.

Vilhjálmur veltir þessum vinnubrögðum fyrir sér.

„Mogganum er frjálst að kalla mig leðurhomma, BDSM-lögmann, trukkalessu, eða hvað annað sem Mogganum dettur í hug. Því þó ég fyrirlíti skoðanir Moggans er ég reiðubúinn að verja rétt hans til þess að tjá þær. Það væri samt heiðarlegra af Mogganum að birta þessar skoðanir í eigin nafni í stað þess að skýla sér á bak við aðra við halda þeim fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“