fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

„Þetta er svo hæðilega sorglegt og átakanlegt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir úrræðaleysi og vanrækslu samfélagsins vera staðreynd þegar kemur að málefnum þeirra sem glíma við andleg veikindi og fíknisjúkdóma. Tími sé kominn til að framkvæma frekar en að þvæla umræðuna með stöðugri vísan í tískuorðið „farsæld“.

Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Tilefni skrifanna eru opinberar tölur um þá sem féllu frá árið 2023 vegna lyfjaeitrunar. 56 létu lífið og hafa aldrei verið fleiri. Þar af voru 15 sjálfsvíg. Flest sem létust voru á aldrinum 18-44 ára. Grímur óttast að tölurnar fyrir árið í ár verði eins slæmar.

„Árið 2023 dóu 56 einstaklingar vegna lyfjaeitrunar og hafa aldrei verið fleiri. Þessar tölur liggja núna fyrir rúmum 10 mánuðum eftir að árinu lauk – við vitum ekki með vissu hvernig 2024 lítur út en tilfinningin er ekkert sérstaklega góð. Þegar aldurskipting þeirra sem dóu vegna lyfjaeitrunar árið 2023 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós:

1 var yngri en 18 ára
15 voru á aldrinum 18 til 29 ára
23 voru á aldrinum 30 til 44 ára
13 voru á aldrinum 45 til 59 ára
4 voru á aldrinum 60 til 74 ára

Þetta er svo hæðilega sorglegt og átakanlegt. Í hverri viku hitti ég aðstandendur barna á öllum aldri. Brotin skólaganga, áföll af ýmsum toga, jaðarsetning, neysla, geðvandi, glæpir, fangelsi og sorg. Úrræðaleysi og vanræksla samfélagsins gagnvart þessum einstaklingum er staðreynd. Engin þjónusta vegna vímuefnaneyslu eða engin þjónusta vegna geðræns vanda er klassísk birtingarmynd stöðunnar.“

Grímur segir að skilningsleysi kerfisins gagnvart þessum jaðarsettasta hópi samfélagsins birtist meðal annars í því að læknir var sviptur leyfi fyrir þær sakir að hafa skrifað út ávanabindandi lyf til að lina þjáningar skjólstæðinga sinna sem tilheyra þessum hóp. Þetta þýddi að þessir einstaklingur þurftu þess í stað að leita á svartan markað eftir lyfjum með tilheyrandi vandræðum við fjármögnum.

„Aðstandendur sitja oft uppi með þá hlið mála og það er skelfilegt álag fyrir utan húsnæðis- og úrræðaskortinn.“

Grímur segir að þegar gripið sé til aðgerða byggi það gjarnan á skilningsleysi og fordómum. Mikið sé talað um farsæld, en lítið sé um framkvæmdir.

„Og alltaf erum við langt fyrir neðan fossinn og beitum þar aðferðum skilningsleysis sem byggja á fordómum. Upptökin eru hins vegar á allt öðrum stað og þangað ættum við að halda og ekki bara með því að segja orðið „farsæld“ í tíma og ótíma heldur með því að framkvæma.“

__________________

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viktoría komin inn á gistiheimili í Tbilisi en allt í óvissu – „Það átti bara að dömpa henni út af Schengen-svæðinu“

Viktoría komin inn á gistiheimili í Tbilisi en allt í óvissu – „Það átti bara að dömpa henni út af Schengen-svæðinu“
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag