fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Réttað yfir meintum nauðgara fyrir luktum dyrum – Óhugnanlegar lýsingar í ákæru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 20:59

Mynd: Getty. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir nauðgun.

Lokað þinghald er í málinu eins og algengt er í kynferðisbrotamálum. Fram kemur í ákærunni, sem ýmsar upplýsingar hafa verið hreinsaðar úr, að meint brot hafi verið framið aðfaranótt laugardags á árinu 2021. Lýsingar á brotinu í ákæru eru óhugnanlegar, orðrétt eftirfarandi:

„…fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins […] 2021 […] með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við A með því að hrækja í lófann á sér og setja fingur sína og getnaðarlim inn í leggöng hennar og í framhaldinu snúið henni við þannig að hún lá á maganum, rifið í hár hennar og sett fingur inn í endaþarm hennar aftan frá og síðan reynt að setja getnaðarlim sinn inn í leggöng og endaþarm til skiptis, því næst snúið henni aftur við og tekið hana hálstaki, lagt olnboga sinn ofan á bringu hennar og reynt að hafa við hana samræði, loks rifið í hár hennar og togað hana upp á fjóra fætur og slegið getnaðarlim sínum ítrekað í andlit hennar og hrækt framan í hana, allt með þeim afleiðingum að A hlaut mar á hálsi og bringu og eymsli í endaþarmi. Ákærði skeytti því engu þótt A bæði hann endurtekið um að hætta og reyndi ítrekað að ýta honum frá sér.“

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um miskabætur upp á 2,5 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Í gær

Ætlaði að refsa 11 ára drengjum fyrir snjóboltakast en endaði fyrir dómi

Ætlaði að refsa 11 ára drengjum fyrir snjóboltakast en endaði fyrir dómi