fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Segir að 12.000 norðurkóreskir hermenn séu bara byrjunin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2024 07:00

Hér sjást að sögn norðurkóreskir hermenn að taka við rússneskum búnaði. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er það rætast sem orðrómar hafa spáð fyrir um síðan í byrjun október – norðurkóreskir hermenn eru komnir til Kúrsk í Rússlandi þar sem rússneskar hersveitir reyna að hrekja úkraínskar hersveitir frá héraðinu en þar hafa þær verið síðan í ágúst.

Oleksandr Kovalenko, hernaðarsérfræðingur hjá hugveitunni Information Resistance, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að norðurkóresku hermönnunum sé ætlað að mæta skorti Rússa á hermönnum. Í fyrstu í Kúrsk en síðan á vígstöðvunum við Pokrovsk í austurhluta Úkraínu.

„Þetta er líklega bara fyrsta bylgjan. Þær geta orðið fleiri. Pútín vill hafa nægan mannafla til að geta haldið áfram linnulausum árásum,“ sagði hann.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ekki staðfest beint að norðurkóreskir hermenn séu komnir til Rússlands en á fréttamannafundi í síðustu viku sagðist hann aldrei hafa efast um að Norður-Kórea muni standa við hernaðarsamning ríkjanna en í honum er meðal annars kveðið á um að ríkin muni koma hvort öðru til aðstoðar ef ráðist er inn í þau.

Kovalenko sagðist telja að Norður-Kórea hefði sent hermenn ef Rússar hefðu beðið um það og hefði þá engu skipt hvort ráðist hefði verið inn í Rússland. Hann benti á að á síðasta ári hafi Norður-Kórea tekið við forystusætinu af Íran sem það ríki sem sér Rússlandi fyrir mestu af vopnum.

Hann sagðist ekki telja að norðurkóresku hermennirnir séu mikil ógn né að þeir geti breytt gangi mála í stríðinu en það skipti auðvitað máli hversu margir þeir verða.

„Ef það kemur önnur, þriðja og fjórða bylgja af norðurkóreskum hermönnum, þá erum við að tala um 40.000 til 50.000 hermenn og það myndi skipta verulegu máli við víglínurnar, hugsanlega gera Rússum kleift að brjótast í gegn sums staðar eða jafnvel hrun hjá úkraínska hernum. Við verðum að vera undir það búin,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar